Eimreiðin - 01.01.1898, Side 27
27
hjónaefnin ættu fyrir utan hversdagsklæðnað sinn að minnsta kosti hund-
rað (i 20) lögaura (= 60 kr., er mundi samsvara hjer um bil 600 kr.
eptir gildi peninga nú). Færi giptingin fram, án þess að hjónin ættu
þessa fjárupphæð, þá varðaði það íjörbaugsgarð og skyldu þau fara af
landi á brott og eiga eigi apturkvæmt, nema fje þeirra yxi svo, að þau
ættu hundrað eða meira, eða konan hefði náð þeim aldri, að hún væri
ekki lengur barnbær. ?ó var enginn fjeránsdómur háður yfir þeim, sem
öðrum fjörbaugsmönnum, nje fje þeirra gert upptækt, og þau máttu koma
heim aptur jafnskjótt og fyrgreind skilyrði vóru fyrir hendi. Á hinum
fyrri hluta þjóðveldistímans mátti og slíta löglegu hjónabandi sökum fá-
tæktar hjónanna, bæði af frjálsum vilja að tilhlutun sjálfra þeirra, og
einnig að þeirn nauðugum eptir kröfu þess ættingja, er næst stóð að
framfæra börn þeirra. En seinna kom þó kirkjuvaldið því til leiðar, að
þessi ákvæði um hjónaskilnað sökum fátæktar vóru úr lögum numin.
Af sömu ástæðum var og bannað að skipta manneldi þannig á hendur
bændum, að saman yrðu karlmaður og kona barnbær hjá sama bónd-
anum i einu. Ennfremur var og skipamönnum, er áttu búðir við strönd-
ina, bannað að ala barnbærar konur, jafnvel þó þær væru innanhrepps-
ómagar. Pá var og sjerhverjum vermanni stranglega bannað að hafa
barnbæra konu í fiski með sjer, nema hann gæti sjeð þeim báðum fyrir
nægilegri atvinnu, og varðaði fjörbaugsgarð fyrir þau bæði, ef út af var
brugðið. Bæði þessi síðastgreindu ákvæði verður eðlilega að skilja svo,
að menn hafa verið hræddir um, að það kynni að hafa rniður heppi-
legar afleiðingar, ef barnbærar konur ættu samblendi við farmenn og
sjómenn, sem opt þykja fremur ljettúðarfullir.
Eins og menn reyndu að afstýra þvi, að skipstjórar flyttu ómaga
inn í landið, eins reyndu menn og að losa landið við framfærslu óskil-
getinna barna, er útlendingar höfðu getið meðan þeir dvöldu á Islandi.
Þegar norskur maður eða úr öðru nálægu landi hafði átt lausaleiksbarn
á Islandi, og svo heppilega vildi til, að hjer á landi var staddur maður
úr sama hjeraði og faðirinn, og lá búinn til heimferðar, þá gátu menn
flutt barnið á hendur honum, og varð hann þá, ef hann vildi sleppa
óhegndur, að taka við því og ferja það gegn 10 (lög)aura þóknun.
Þó var hann þvi að eins skyldur til þess, að fje hans næmi að minnsta
kosti 6 hundruðum (720) álna (= hundrað lögaurum = 60 kr. o: um
600 kr.).
Sjerstaklega þýðingarmikil vóru þau ákvæði, er miðuðu til þess að
afstýra flakki (húsgangi, verðgangi), þvi þau vóru svo hörð, að það var síður
en ekki árennilegt að leitast við að lifa á bónbjörgum, er menn vóru full-
færir til að vinna fyrir sjer. Þessi ákvæði vóru þó eigi að eins miðuð
við það, að slíkt flakk bæði svipti þjóðfjelagið nauðsynlegum vinnukröpt-