Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 28

Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 28
um og níddist á góðgerðasemi einstakra manna, sem sökum hinnar fram- úrskarandi gestrisni, er lá í landi, gat orðið ærið útdráttarsöm fyrir hvern einstakan, og þá líka fyrir þjóðfjelagið, heldur miðuðu þau og til að tryggja rjett manna og löghelgi, er virtist geta verið hætta búin af slíku flakki, en ekki auðhlaupið að úr að bæta. Það var því ákveðið, að hver maður skyldi hafa fengið sjer vist eða heimilisfang hinn síðasta vorfardag (sunnudaginn í 7. viku sumars), og varðaði útlegð (0: þriggja marka sekt), ef út af var brugðið. Sömu hegning varðaði það, ef maður fór vaflanarförum hálfan mánuð eða lengur innan fjórðungs, eða mánuð og úr fjórðungi, án þess að hann ætti nokkurt erindi, nerna að hlifa búi sínu eða griði (0: hlifa sjálfum sjer eða húsbónda sinum við að fæða sig). En færi maður og þægi ölmusugjafir hálfan mánuð eða lengur, eða hefði bann gistingar, þar er hann gat, þá bar að skoða hann sem hreinan og beinan flakkara (göngumann, húsgangsmann, förumann), og skyldi þá beita hann mjög hörðu. Að þvi er flakkara snerti, þá var það algild regla, að enginn mátti hýsa þá eða gefa þeim mat og varðaði hegning, ef út af var brugðið. Á fyrri hluta þjóðveldistimans varðaði það útlegð (0: 3 marka sekt), en seinna var hegning þessi hert svo mjög, að það varðaði fjörbaugsgarð (p: menn misstu landsvist eða vóru dæmdir i þriggja ára útlegð og fje þeirra gert upptækt). Hið eina, sem þeim mátti gefa að ósekju, var skór og föt. Svo er að sjá sem jafnan hafi verið mikill fjöldi göngu- rnanna á alþingi, og áttu þeir þar jafnvel búðir. En þar var þó eigi að eins bannað að gefa þeirn nokkurn matarbita, heldur var mönnum og bannað að láta búðardj'r sinar standa opnar um matmálstíma, af því að þá væri hættara við, að menn kynnu að leiðast til að brjóta á móti þessu banni. Kæmu göngumenn samt inn í einhverja búð um matmáls- tima, til þess að biðja sjer matar, þá áttu eigendur búðarinnar að fá menn til að færa þá út, og þótt þeir væru allhart út færðir, þá áttu þeir ekki á sjer, ef ekki var örkuml gjört að þeim. Búðir göngumanna á alþingi, er báðu sjer matar, vóru og óhelgar við broti, og varðaði hverj- um fjörbaugsgarð, er þær vildi verja. Ef göngumenn höfðu fje með að fara, þá mátti taka það allt af þeim, og þó þeim hefði verið lánað það fje eða selt á leigu til þingloka, er af þeim var tekið, þá áttu hinir lög- legu eigendur þess enga heimting þess fjár. Pví einu fje, er tekið var af göngumönnum, varð aptur að skila, er þeir höfðu þjófstolið eða náð undir sig án þess að eigandinn hefði gefið samþjdtki sitt til. Annars greindu menn göngumenn i tvo flokka. Mestri hörku beittu menn við þá, er gerðust húsgangsmenn heilir og svo hraustir, að þeir hefðu getað fengið sjer tveggja missira vist, ef þeir hefðu viljað vinna, sem þeir hefðu getað, eða eins og annars staðar er að orði kveðið,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.