Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 32

Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 32
32 mökkinn víða, en sólin stafaði hann geislum sinum, og lagðist hann því eins og íburðarmikið auglýsingaskjal yfir hina stórfeldu sjón. Skipsskrokkarnir voru hinir glæsilegustu og kom nýtizku- snið þeirra æ betur í ljós, þvi nær sem dró landinu; allir drættir voru þar hreinir, og litirnir skærir, og eptir þvi var útbúnaður allur og yfirbragð. Sum hinna stærri skipa gnæfðu yfir hin skijv in, eins og ríðandi hjarðsveinar yfir hjörð sína. Skot, hljóðfæra- sláttur, fánakveðjur, stórkostleg litamergð, hávaði og fjölbreytni; og svo voru þau óteljandi. En þegar mesta forviða-fátið var afstaðið og menn höfðu átt- að sig, virtist fjölbreytnin fremur liggja í smámunum, heldur en því, sem meira er í varið; frumlögunin var jafnvel tilbreytingar- laus. Þetta ásamt öðru fleiru gleymdist mönnum þó skjótt, sakir þess, hve gífurlega ljóminn, hávaðinn, fegurðin, eða öllu heldur stórfeldnin við uppsiglinguna stakk í stúf við .... hinn ömurlega fána, er gat að líta á efsta siglutoppi fremsta skipsins; það var sem sje hauskúpa. Og sami fáninn var á öðru skipinu, þriðja, fjórða, fimta,.......! Og, þegar betur var að gáð, höfðu öll skipin, bæði stór og smá, sarna fánann, haushúpu með krosslögð- um fótleggjum fyrir neðan i rauðurn, hvítum, svörtum, og gul- um feldi. Hauskúpan kom líka í ljós í skipsbúnaðinum; það mátti sjá það í góðum sjónpípum. Augu áhorfendanna leituðu að hinu glaðværa Frakklandi lengra undan landi; það hlaut þó að vera með í förinni! Jú, þarna kom heill hópur skipa með glæsi- legum litum; voru þar danslög leikin og burnbur barðar, þar gullu bassalúðrar, klarínettur, flautur, hvað í kapp við annað, með aust- rænurn hljómblæ. Þarna kom hið glæðværa Frakkland! Öllum varð litið eptir fánanum; það var dansandi beinagrind með sigð i hendi, og hverri ljettúðardansmey óhæverskari í látbragði. Mikill þó skolli! hugsuðu áhorfendurnir með sjer; þeir horfðu lengra út eptir . . . hana nú, þarna sáu þeir loksins fr ðar, sterklegar sk.útur, stórar og srnáar. A fánann var dreginn hinn gallverski árgali; var hann hreykinn af skæra litskrúðinu sínu og heilsaði dáðum hróðugur upprennandi degi! Nú komu og í ós fánar settir vor- blómum, og ijöldi glæsilegra jartegna; þannig gat þar að líta Sílen meðal skógardísa, Amor sem skólakennara trjeskó, sjómannshatt með blaktandi böndum, munkakufl, japanskan pappírslampa er vó salt við kólúmbínugrímu, en veltiásinn var foringjasverð o. s. frv. o. s. frv. En þegar þessi hinn mikilfenglegi floti hafði siglt fram

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.