Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 35
35
vinna ógagn, en innst í hjarta sínu var ekkaþrunginn einstæð-
ingur.
Hann var gjörður útlægur; en það var nóg eptir í Noregi
af þeim, sem voru af sama berginu brotnir. Þeir höfðu nú bland-
azt saman við hina, og hið dökka yfirbragð þeirra kom hvervetna
fram. Einu sinni höfðu þeir nálega komið þjóðinni á heljarþröm-
ina, af því að kringumstæðurnar gáfu þeim ofmikið ráðrúm. Að
þessar andstæður komi greinilega fram, er blátt áfrarn hollt; með
því einu móti verður vakandi frelsi fengið. Þær verða aldrei íull-
sáttar, linna aldrei látum, fyr en vjer höfum. fengið mannfjelags-
skipun þannig vaxna, að heildin hamli ekki vexti einstaklings-
ins, — þ. e. a. s. aldrei. En það ríður á því, að hið bjarta sje í
ríflegum rneiri hluta, að þjóðarhugsjóninni sje borgið. Og um
þetta bera bókmenntirnar ljósan vott. Geðblærinn eða hvað jeg
nú á að kalla þetta veðurlag eða útlit lundernisins, sem allt hitt
er einskonar innviðir í —, þessi geðblær reynist bjartur í bók-
menntunum. Enn greinilegar kemur þetta í ljós hjá þeirn, bæði
körlurn og konum, sem 'þjóðin á öllum öldum hefir kosið sem
fulltrúa sína og forkólfa. Hafi Egill Skallagrímsson eða nokkur
hans ættar á seinni eða síðustu tímum —■ í vægara nútiðarsniði •—
hafi þeir verið, eða sjeu þeir meðal þessara hinna útvöldu þjóðar-
innar, þá er það að eins sem einn á rnóti tíu, eða jafnvel tuttugu.
Haraldur hárfagri, höfundur ríkisins, Hákon sonur hans, niðjar
hans Olafur Tryggvason og Ólafur helgi, allir Noregskonungar,
eru tígulegir glæsimenn. Höfðinginn Einar þambarskelfir, er frem-
ur öilum öðrum að fornu og nýju má telja öndvegishöld Þrænda,
var af sama trausta berginu brotinn. Og sú ást og virðing, sem
þeir nutu!
A seinni tímum varð hin stormglaða sjóhetja Peter Wessel,
eptirlætisgoð gjörvallrar þjóðarinnar. Háðleikaskáldið Ludvig Hol-
berg, er stendur jafnfætis Moliére, hinn hláturmildi völundur,
sem með andríki íþróttar sinnar ruddi nýjum hugsjónum braut
um gamlan grundvöll . . . rit hans (t. d. Peder Paars) voru lærð
spjaldanna á milli utanbókar. I norðurhluta Noregs lærði bók-
staflega hver maður utanbókar kvæði eptir prestinn Peder Dass
af skozkri ætt, eiginlega Dundas). Hann er eitthvert hið bjart-
lyndasta skáld í bókmenntum heimsins, og það þótt hann byggi
uppi í hinu niðdimma vetrarmyrkri Norðurlandsins og ætti jafn
óblíðan nágranna og Atlanzhafið er. Hans hughrausta lund varð
3*