Eimreiðin - 01.01.1898, Side 40
40
veitir oss hlutdeild í hinum andlegu fjársjóðum Danmerkur, sem
eru enn auðugri. Kennslan ætti ekki hjá nokkrum hluta þjóðar-
innar að fara stöðugt fram á máli, er hætt var að tala á ákveð-
inni klukkustund fyrir þremur fjórum hundruðum ára. Allra sízt
meðan vjer enn berjumst fyrir sjálfstæði voru gegn Svíþjóð og
konungsætt hennar. A meðan er það samheldni, er vjer þörfn-
umst, samheldni í nútíðaranda nútíðarmálsins.
Jeg fyrir mitt leyti stakk upp á því, að ef hvert barn í Noregi,
hversu fátækt sem er, hefði ráð á að læra tvö mál, þá í guðanna
bænum að velja enskuna; á henni þurfa svo margir að halda, sem
sjómenn, sem fylgdarmenn ferðamanna, eða þegar þeir ferðast
sjálfir (sem útflytjendur). Þetta yfirgripsmikla mál mundi setja þá
í samband við meiri menningu.
Sjáum nú til! I fyrstunni komu fram tvö ný skáld á nýja
málinu; frumleiks-angan þeirra var sem ilrnur af blómurn og berj-
um fram til fjalla; það er hverju orði sannara! En aðeins á með-
an þeir lýstu náttúrunni, í náttúruóði og sveitalýsingum, lengur
hrökk ekki nýja málið til. Jú, það gat líka látið hæðnishlátur og
spott til sin heyra, — frá eldhúsinu og drengjastofunum í garð
stórstofanna. Hvorttveggja kvað við og gnýjaði, með gráti og
logaleiptrum í Aasmund Olafson Vinje, einkennilegu skáldi af
bændaættum, sem var gæddur veikum viljaþrótti en öflugu ímynd-
unarafli. Andi hans var móttækilegur fyrir hvers konar áhrif, og
og þau áhrif, sem hann varð fyrir, voru mjög sterk; þau endur-
hljómuðu í kvæðum hans, sem telja má meðal hinna þýðustu
ljóða og þeirra, sem lengst munu hljóma allra norskra kvæða. Dökku
rákina má rekja gegnum mest allt, er hann orti, en önuglyndi
yfir því, sem var, háðið og öfundin í þess garð, var alls eigi sterk-
asta aflið í sálu hans. Það, sem rjeði þar mestu, var þýð barns-
lund, sem fremur öllu öðru kaus sjer ástríki annara, er varð gagntek-
inn af því, sem fagurt var og mikilfenglegt, einkum ef það var
jafnframt glæsilegt. Jeg get ekki hjer lýst lífsferli hans, þar sem
hann kastaðist úr einu í annað, órólegur og vansæll, en þó stund-
um sæll, og þá óviðjafnanlega sæll. Hann vissi fyrir fram þegar
hann átti að deyja, þagði yfir þvi, fór upp í sveit og dró sig
þannig í hlje, sagði ekki heldur neinum þar frá því, en dróst
upp í herbergið sitt og beið þar í einrúmi góðkunningja síns,
dauðans. Og góðkunninginn kom í kyrþey eins og óskað var.
Sama er sagt um dýr skógarins, að þau kenni dauðans fyrirfram