Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 47
47
í síðustu bók sinni setur hann stillilega en þunglega ofan í
við þann litla hluta norska æskulýðsins, sem vóru svo kærulausir
um ættjörðina, að þeir gjörðust digurbarkaðir talsmenn hnignunar-
andans frá París. En eins í þessari bók sem öðrum lætur hann
skiptast á skin og skúr; hann miðlar þeim smámsaman því, sem
þeim ber. Hjer liggur enn sami mælikvarðinn fólginn í frásögn-
inni: Hvaða augum lita menn á konuna nú; hver er sjóndeildar-
hringur hennar sjálfrar núna? Þegar mælikvarðinn er iagður á,
verður niðurstaðan ekki eingöngu konunni í vil. Og þá ekki
þjóðfjelaginu heldur. En um leið og verið er að sprengja allt og
eyðileggja, er sem vjer finnum það á oss, að það sje vorið, en
ekki haustið, sem gengur í garð. Hjer er að spretta upp einhver
heilsusamlegur gróður, sem andar frá sjer eiturloptinu.
Jónas Lie gjörir aldrei neina útúrdúra; hann heldur sjer grand-
gæfilega við verkefnið. Nú skyldu menn ætla, að hjer væri festa
mikil í framsetningunni, en það er öðru nær. Sjaldgæft er það
og, að hann dragi margt saman á einn stað og bregði svo upp
skýrum myndum. Frásögnin líður hægt áfram þannig, að hlut-
irnir eru sýndir með smáum einkennis-dráttum, stundum óvenju-
lega finum, að skýrt er rneira eða rninna ljóst og smellið frá ýmsum
atvikum, að gjörðar eru athugasemdir, sem tengja viðburðina saman,
og eru slíkar athugasemdir jafnan lagðar einhverri af persónunum
í munn. Hjer kemur opt fram skringilegt, við gætum sagt ijúf-
mannlegt vandræðafip, með því að vjer sjáum, hvar hann leitar fyrir
sjer, og líka ráðið til að komast áfram. Það er aldrei þar, sem
hverjum öðrum mundi verða erfitt fyrir; því erfiðara, því auð-
veldara. Það er þar, sem hver skussinn kemst yfir á trjeskóm;
þar situr hann fastur. Ekki liggur málið heldur laust í pennanum;
en það vinnur það, sem því er ætlað! Þegar frásögnin fer að síga
saman utan að því, sem er aðalatriðið, verða menn þess varir með
aðdáun, hve mikið hefur safnazt fyrir í kyrþey, og hve glöggt og
frjálslega persónurnar standa manni fyrir hugskotssjónum. Að
þessu stuðlar og það, að samtalið er látið kasta birtu á þær, líkt
og hægt brennandi lampi með ljóshlíf að baki. Sjálfur stendur
hann ef til vill og horfir kátbroslega niður á línurnar; en línurnar
fá ekki leyfi til að hlæja. Þótt sál hans titri af gremju eða gleði,
— undir eins og þessi hugmóður fer að gjöra myndina hvikulli,
sendir hann nokkur hversdagsleg orð af stað, — og allt fellur í