Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Side 48

Eimreiðin - 01.01.1898, Side 48
48 ljúfa löð sem fyr. Kýmnin er þar ekki síður en ylurinn, en hvoru- tveggja er miðlað jafnt og þægilega innan um hitt allt. Ar eptir ár um sama leyti, rjett fyrir jólin, komu þessar sögur siglandi til vor handan um haf (Jonas Lie dvelur jafnan erlendis). Þær heimsóttu hverja höfnina eptir aðra fram með ströndinni okkar löngu, og var tekið á móti þeim með vaxandi gleði af hinum mikla mannfjölda, er streymdi að og fjölgaði líka ár frá ári; því að hver átti von á sínu. En sú iíka undrun og vonbrigði þegar ein jólin, í stað þessara viðkunnanlegu frásagna, sem lesnar voru meðan verið var að steikja eplin á pönnunni, kom bók full af hrikalegustu og fárán- legustu æfintýrum, um tröll, drauga, undraskipið og stórfugl með mannsviti; margstækkuð endurspeglun af oss í lopti, sjó og jörðu! Og næstu jól önnur af sama tæginu. Það voru mikilfenglegir, kynlegir frumdrættir að stórkostlegum skáldritum. Enginn, sem las þessi æfintýri með skynsemd, var lengur í efa um það, að utanað komandi þungi hefði einhvern veginn haldið honum æfilangt föstum í einhverju lítilfjörlegra, haldið honum fösturn við starfa, sem honum veitti erfitt, þar sem hann einmitt var upplagður til að lifa veiðilífi upp til fjalla, þar sem víðsýnt er og lifa má og dreyma nær hjarta náttúrunnar, sem er jafnheilbrigt á öllum tímum árs og hvernig sem viðrar. Hve öflugt hefur það hlotið að vera, sem bælt var niður, er það brýzt fram svo seint á hausti með öðru eins vaxtarmagni! Og er ekki sorglegt til þess að vita, að hjá lítilli þjóð er það þannig undir tilviljun komið, hvort skáld með ágætum gáfum finnur þann bún- ing, sem liggur bezt fyrir gáfum þess. Að sönnu fellur á frásögu- stíl þann, sem hann með erfiðismunum varð að mynda sjer, þessi ljósi bjarmi, þessi frjálsi andblær frá hæðunum, sem hann þráði; en hve miklu betur mundi sá blær hafa leikið um oss, ef hann frá æsku sinni hefði fengið oss með sjer upp á hæðir hugsjóna- skáldsins; þvi að hann hefði átt að vera hugsjónaskáld (romantiker) þessa tímabils, óljós í fyrstu, en lýsandi þeim mun skærar á eptir; að hann, hátt yfir hinu sveitandi ruðningsstarfi náttúruhyggju- manna, mundi þá hafa verið lævirki loptsins í eyrum þeirra, sem morguninn rennur nú upp yfir, — um það getur enginn efazt framar! Hin auðuga skarpa hugsun, hið mikla ímyndunarafl, sem setur sjer takmark og lyptir á flug í þessum furðulegu æfintýrum, hefur þó ekki náð lengra en að sýna frumdrættina. Aðeins ein-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.