Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Page 52

Eimreiðin - 01.01.1898, Page 52
52 íbisnum varö nú aptur hughægt og stikaði hann bíspertur með alvörusvip eins og erkibiskup eptir ströndinni; og rósrauðu flamingórnar viku með lotningu úr vegi fyrir hans heilagleik, um leið og þær með guðræknissvip ljetu einfeldnislegu hausana sína með lamaða nefinu siga. Kyrlátara og heitara varð eptir því sem ofar dró á Nilfljótinu. Krókódílarnir urðu nú að láta sjer lynda blámannakjöt, eða rjett einstöku sinnum ólseigan enskan ferðalang. • En farfuglarnir flugu dagfari og náttiari norður á við. Og jaín- óðum og þeir komu yfir kunna staði, sveif hver hópur niður til síns heimkvnnis og köstuðu um leið kveðju á þá, sem enn lengra áttu, og þeir breiddu glaum og gleði yfir hina öldnu, frostkölnu Evrópu, um skóga og akra, umhverfis hýbýli manna og langt út í sef hinna frið- sælu vatna. A Italiu var landið alþakið smáum, rauðum rósaknöppum; eptir endilöngu Suður-Frakklandi voru apaldarnir alsettir bleikrauðum blómum, og á virkisstrætum Parísar vóru blöð kastaníutrjánna farin að rjúfa hin gljáandi, seigu hylki sín. Blessaðir borgararnir í Dresden stóðu úti á Brúhls-hjalla og voru að sleikja sólskinið, og horfðu svo á ísjakana, sem rak niður eptir fljótinu og hröngluðust upp við hina þreknu brúar- stöpla. En þegar norðar dró, fór að verða kalt; hjer og þar voru snjódilar, og fúll vindur bljes af Englandshafi. Lævirkjahópurinn varð æ minni, eptir því sem flugið varð lengra. Allra mesti sægur ætlaði niður á sljett- urnar hjá Leipzig og svo á Lúneborgarheiði; og þegar þá, sem eptir voru, bar yfir Sljesvík, spurðu dönsku lævirkjarnir, hvort þeir norsku vildu ekki staldra dálitið við og sjá, hvernig viðraði. Snjórinn lá meðfram skurðum og gerðum á Jótlandi, og útnyrðing- urinn rykkti í beykitrje gömlu Danmerkur, þar sent brúnu blaðhylkin luku gætilega um hin krypluðu blöð. Fuglarnir hnipruðu sig í skjóli steinanna og inn undir lyngið; sumir hættu sjer alla leið heim að bænda- býlunum, þar sem moraði af titlingum, rjett eins og þeir ættu allt saman. Oilum kom samán um, að þeir hefðu lagt allt of snemma af stað, og hefðu þeir aðeins getað haft hendur i ’hári æðikollsins, sem ginnti þá burt frá kjötkötlum Egyptalands, þá mundu þeir hafa tætt af honum hverja fjöður. Loksins kom þá sunnanvindur; norsku fuglarnir þökkuðu fyrir sig og flugu yfir hafið. Heima í Noregi var útlitið ískyggilegt framan af. Snjórinn lá langt niður i dalina og álnarþykkur, þegar dró inn i þjettu skógana. En svo kom sunnanvindurinn með regni, og þá gekk það i einum rykk, — ekki smámsaman og friðsamlega, heldur með braki og brestum og snjó- flóðum og fossandi elfum, svo landið varð sviplikt jötni, sem er að þvo sjer, meðan ískalt vatnið steypist niður um hina sinastinnu limi hans. Og ljettar, ljósgrænar slæður lögðust yfir bjarkirnar ungu í hlíð- unum; inni i hinum friðsælu vogum fjarðanna; yfir sljetturnar vestur við sjávarsiðuna, yfir berjamóa og hæðir; upp eptir giljum og gljúfrum og dalverpum milli fjallanna. En á tindunum sátu snjóskaflarnir og jökl- arnir, rjett eins og görnlu fjöllin nenntu ekki að vera að lypta hatt- inum fyrir svo kviklyndum sumargalgopa. Og sólin skein svo hlýtt og ánægjulega, og vit durinn kom með

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.