Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 57

Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 57
57 heldur napurt, og færði brjefritarinn þar, af efni og búningi fyrra brjefsins, sönnur á, að enginn annar en karlmaður hefði getað skrifað brjefið; jeg hlyti að vera ljelegur silarfræðingur. En eptir- máli brjefsins var svona: »Reyndar get jeg trúað yður fyrir því, að kvennmaður hefur skrifað brjefið«. Hinn ónafngreindi brjefritari var Amalie Alver, seinna gipt danska höfundinum Erik Skram. Hún var orðin roskin þegar hún byrjaði að rita; hið fyrsta, sem hún ritaði, var óviðfeldið sakir hrottalegrar náttúruhyggju, og það leið á nokkru, áður hún varð það, sem siðlátt fólk kallar lesandi. Eptir á er nú þetta hin öflugasta sönnun þess, hve frum- leg hún er. Fet fyrir fet hefur hún hamrað, sprengt og pælt sjer braut, og þannig gengið sína eigin, erfiðu leið. Þann vilja og þrek, sem til þess þurfti, hefur hún varla fengið hjá eiginmanni sinum, nje nokkrum öðrum manni, — ekki fremur enn gáfur sínar og þá list, sem nú er sjereign hennar. Það stendur nú á sama, hve mörg af ritum hennar eru sjálffundnar athuganir, og ekkert annað. Aðalatriðið er, að þetta hefur gert hana færa um að rita aðra eins skáldsögu og »Svikin«, sem er snildarverk, bæði að því, hve djúpt hún ristir í skilningi á sálarlifinu og hve framsetningin er hrífandi; áhrif þeirrar sögu eru eins og værir þú staddur úti á hafi og horfðir niður í það og mættir augum, stórum, stórum; höfuðið yrði ekki ljóst greint, en augun opnuðust og lykjust apt- ur, opnuðust og lykjust aptur, köld eins og hafið. Það eru heimsbörnin, eða hinn veraldlegi hluti mannsins, sem hún sýnir; sjaldan sunnudagshlutann í þeim, aldrei sunnu- dagsbörnin. Með hinu fyrnefnda á jeg við vort æfilanga þrælalíf í þjónustu ástríðanna og atvikanna, þar sem vjer berjumst meira og minna árangurslaust. Með hinu á jeg við þau öfl í oss, sem gjöra oss unnt að hefja oss upp yfir flest eða jafnvel alit. Af því að hún einkum sýnir veraldlegu hliðina, er lágur og gráskýjaður himinn yfir myndum hennar. I þvi líkjast þær hinum óviðjafnan- legu, dáleiðandi listaverkum Gerhards Hauptmanns, sem ginna oss æ lengra og lengra inn í langa flösku, og svo heyrum vjer, að tappinn er rekinn i að baki oss, og oss verður að hugsa: Guð minn góður! hvernig komumst við nú út aptur? Amalie Skram er liðugri í snúningunum; vjer komumst greiðlegar áfram, og það, sem fyrir augun ber, er fjölskrúðugra; en dapurleikinn, sem það skilur eptir i huga vorum, er nokkurn veginn sá sami.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.