Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 66

Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 66
66 Þá skal jeg nefna: »Hinn mikli fiskidráttur«, »Sakkeus«, »Líkfylgdin í Nain«, »Jóhannes og Pjetur«, »Gamalíel«, »Apturkoma hinna dánu« og niðurlagið á kvæðinu »Himnaförin«; og mörg fleiri gæti jeg tilgreint. En þrátt fyrir öll þessi dýrðlegu kvæði, held jeg mjer sje óhætt að fullyrða, að þetta síðara bindi jafnist þó ekki á við hið fyrra, þegar á heildina er litið. Pvi að frá efnisins hlið eru sum kvæðin í þessu siðara bindi tniklu tilkomuminni, en búast hefði mátt við, þegar um annan eins höfund er að ræða og sira Valdimar. Það skal raunar fús- lega játað, að svo sem yrkisefni hans er háleitt og stórkostlegt i þessu síðara bindi, svo er og vandfarið með það, og þvi vandi að yrkja svo út af því, að mönnum liki vel. En eigi fæ jeg heldur betur sjeð, en að hann hafi spillt ýmsurn af frásögum nýja testamentisins í meðferðinni, og að þvi leyti eru sum kvæðin í þessum síðara parti gölluð. Þetta kemur og af þeim höfuðgalla, er mjer finnst vera á kveðskap höfund- arins, að honum er svo gjarnt á að lýsa öllu þvi ytra, náttúrunni, um- heiminum, en aptur á móti gerir hann of lítið að þvi, að lýsa manns- sálinni, hennar kvöl og hennar striði, efasemdunum, bæninni, trúnni. Biflíuljóðin — einkum þessi parturinn — leiða oss allt of lítið inn í hinn innra heim, lypta allt of lítið tjaldinu frá hugrenningum mannshjartans. Pess vegna er tiltölulega of mikið af náttúrulýsingum í kvæðunum, sem að lokum verða þreytandi, hversu fagrar sem þær kunna að vera. En um mannssálina og hennar eðli fræðumst vjer tiltölulega allt of lítið; og hjer ætti þó tækifærið og tilefnið að vera nóg. Eða mundi ekki vera fýsilegt að fá lýsingu af öðrum eins stóröndum og Jóhannesi skír- ara, Páli postula, eða öðrum af þessum frábæru mönnum, sem nýja testamentið segir frá, að jeg ekki nefni sjálfan frelsarann? Náttúran er fögur og margbreytileg, og mikil unaðsemd hana að skoða, en nianns- sálin er enn einkennilegri heimur, og það er fyrst og fremst skáldanna hlutverk að lýsa þeim heimi fyrir oss. Og sje sálarlifið nokkurn tíma á hreyfingu, þá er það á öðrum eins tímamótum og þeim, er nýja testa- mentið getur um. Eða hve nær á mannsandinn í meiru hugarstríði, en þegar gömul og ný lífsstefna og lífskenning, vantrú og trú berjast um völdin í huga hans? Og einmitt slíkum tímamótum lýsir nýja testa- mentið; slik barátta hefir átt sjer stað i svo að segja hverri mannssál, sem n. t. leiðir fram fyrir oss. Petta kemur hvergi átakanlegar fram en í kvæðinu »Hinn blindfæddi«; i því kvæði hefði sannarlega verið ástæða til að lýsa baráttu trúarinnar. Og hvað sjálfan frelsarann snertir, hefi jeg það að setja út á lýsingu síra V. af honum, að hann kemur eigi nægilega fram þar sem »mannsins sonur«; hin hliðin, guðlega hliðin, sem sannarlega er eins rjett, ber þessa hlið ofurliði. Guðmaðurinn, »mannsins son«, hinn fullkomni maður, sem lifir meðal mannanna holdi klæddur sem einn af þeim, — það er hann, sem verður fyrir oss í lýs- ingum guðspjallamannanna; en sú Kristmynd, sem vanalega verður fyrir oss í Biflíuljóðunum, er hinn upprisni og himinfarni frelsari. Af þessu stafar ef til vill aptur það, að sira V. lætur sjer eigi nægja að segja frá þeim yfirnáttúrlegu viðburðum, er n. t. getur um, heldur bætir þar stundum miklu við, einkum i kvæðinu »Jesús gengur á vatninu«. Villi- dýrin skríða að fótum Jesú á fjallinu, forynjurnar sveima kringum hann og svellköld klöppin grær á svipstundu fyrir frjódögg tára hans; slíkt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.