Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 72

Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 72
72 kvæði. Má og vera að marga fleiri mætti telja, þótt oss sje ekki um það kunnugt. Höfundur þeirrar bókar, er vjer hjer vildum minnast á, Josef Cala- sanz Poestion er ekki nema hálíflmmtugur að aldri og má því enn mikils af honum vænta. Hann er fæddur 7. júni 1853 i Aussee í Steiermark. Átti hann fyrst að verða prestur, en fannst það ekki eiga vel við sig og tók þvi að lesa málfræði og bókmenntasögu. Síðan 1886 hefur hann verið forstöðumaður bókasafns innanríkisráðaneytisins í Vínarborg. Snemma byrjaði hann að rita og vóru hin fyrstu rit hans aðallega um fornfræði Suðurlanda (»Grískar skáldkonur« 1876, »Grískir kvennspekingar« 1887, »Frá Grikklandi, Róm og Islandi« 1887). En brátt hneigðist hugur hans meir norður á bóginn, til Norðurlanda og einkum Islands. Hann var meðal hinna fyrstu, er vakti athygli Fjóðverja á gildi nútíðarbókmennta Norðurlanda, Dana, Norðmanna og Svía, og þýddi mörg rit þeirra (t. d. eptir Holger Drachmann, Chr. Elster, Rudolf Schmidt, Kielland, Ibsen o. s. frv.). Hann ritaði og »Leiðarvísi til að læra norrænu« (2 bindi), og bæði danska, norska og sænska mállýsing, sem hafa áunnið sjer mikið lof. Fannig segir hinn , alkunni hljóðfræðingur J. A. Lundell, háskólakennari i Uppsölum, að sænska mállýsingin sje sú bezta, sem til sje á útlendu máli. Og um norsku mállýsinguna segir hinn norski hljóðfræðingur Aug. Western, að hún sje sú bezta, sem yfir höfuð sje til, og þann dóm segist prófessor Joh. Storm (í sinni frægu bók »Eng- lische Philologie«) að verða að staðfesta. Pað sýnir og hve góðar mál- lýsingar Poestions hafa þótt, að við háskólann i Uppsölum hefur verið fyrirskipað, að nota bæði hina dönsku og norsku mállýsing hans við kennsluna í þessum málum. Pað er og meðal annars vottur um, hvert álit Poestion hefir áunnið sjer með ritum sínum, að bæði dönsk, grisk og íslenzk bókmenntafjelög hafa gert hann að brjeflegum eða heiðurs- fjelaga sinum, og krossaður hefir hann verið bæði af Austurríki, Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Grikklandi. Um Island og íslenzkar nútíðarbókmenntir hefur Poestion samið fjölda ritgerða og byrjaði hann á því um 1880. 1883 þýddi hann »Pilt og stúlku«, 1884 »íslenzk æfintýri« og 1885 ritaði hann sína góðkunnu bók »ísland og íbúar þess«, og svo loks nú síðast (1897) »íslenzk nú- tíðarskáld«. Um þessa bók hefir dr. ‘Björn M. Olsen þegar skrifað ritdóm í »Oesterreichisches Litteraturblatt« (VII, nr. 1) og lokið á hana miklu lofsorði, enda á hún það fyllilega skilið. Bókin skiptist i þrjá höfuðkafla. Fyrst er inngangur (bls. 1—-45) og er í honum fvrst almenn lýsing á landinu' og þjóðinni og stuttlega drepið á lífsferil hennar, menntalíf og þjóðsiði allt frá landnámstíð, en þó einkum nú á dögum. Kennir þar margra grasa. Par er um lestrar- fýsn og kvöldvökuskemmtanir, sögulestur, rimnakveðskap og kveðskapar- kapp (að kveðast á o. s. frv.). Pá er um hagmælsku-atgjörvi manna og hve tamt mönnum’ sje að mæla ljóð af munni fram, stundum þannig að annar byrji, en hinn botni; eru tilfærð dæmi upp á ýmsar lausavísur, og þær greindar i flokka (háðvísur, niðvísur, klámvísur, beinakerlinga- vísur o. s. frv.). Pá er og um ljóðabrjef, afmælisvísur, brúðkaupskvæði, erfiljóð, minni, veðurvísur, hestavisur, bæjavísur, formannavísur o. s. frv.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.