Eimreiðin - 01.01.1898, Síða 73
Enn er og kafli um braglist og bragarhætti og hveínig skáldunum sje
flokkað i þjóðskáld, alþýðuskáld, hagyrðinga og leirskáld — og að lokum
um kraptaskáld. Par er og töluvert langur kafli (i i bls.) um afskipti
kvenna og áhrif á menntalif og bókmenntir Islendinga bæði að fornu
°g nÝÍu- ... ,
Annar kaflinn heitir: Yfirlit yfir menntalifið á Islandi frá
því um siðabótina (bls. 46—202). En hann inniheldur í rauninni
langt um meira, en nafnið bendir til. Hann er hvorki meira nje minna
en nokkurn veginn fullkomin bókmenntasaga Islands á seinni öldum —
stærsta og bezta bókmenntasaga þessa timabils, sem enn er til. Og i
sambandi við sögu bókmenntanna sjálfra er svo skýrt frá stjórnarfari,
þjóðmegun, siðgæði, trúarlifi, hjátrú o. s. frv. á hverri öld, og eins
hvernig þetta og menntalífið hafi verið á undanfarandi öldum allt frá
bygging landsins.
Priðji kaflinn heitir: Islenzk nútíðarskáld (bls. 203—495). I
þessum kafla er lýsing á hinum helztu nútiðarskáldum Islands frá því á
17. öld. Hefir að sönnu verið minnzt á þau öll áður i miðkaflanum
(bókmenntasögunni), en í þessum kafla er þeim lýst miklu greinilegar
og ýtarlega skýrt frá æfiferli þeirra og ritum og dómur lagður á þau.
Jafnframt eru og prentuð fleiri eða færri sýnishorn af kvæðum hvers
einstaks skálds, þýdd á þýzku. Pau skáld, sem_ þannig er lýst, eru:
Hallgrimur Pjetursson, Stefán Olafsson, Páll Vidalin, Arni Böðvarsson, Gunnar
Pálsson, Eggert Olafsson, Jón porláksson, Sigurður Pjetursson, Benedikt Grön-
dal (eldri), Bjarni Thórarensen, Sveinbjörn Egilsson, Björn Gunnlögsson, Jónas
Hallgrimsson, Sigurður Breiðfjörð, Hjálmar Jónsson, Jón Thóroddsen, Gisli
Brynjúlfsson, Grimur Thomsen, Benedikt Gröndal (yngri), Steingrímur Thor-
steinsson, Matthias Jochumsson, Kristján Jónsson, Páll Ólafsson og Jón Olafs-
son. I sjerstakri deild er svo stuttlega lýst hinum yngstu skáldum
I s 1 a n d s og eru þar taldir: Gestur Pálsson, Einar Hjörleifsson, Hannes
Hafsteinn, þorsteinn Erlingsson, Einar Benediktsson, porsteinn Gislason og
Hannes Blöndal. Þó eru engin sýnishorn af kvæðum Gests Pálssonar,
Einars Benediktssonar nje Porsteins Gíslasonar. En eptir alla hina eru
þýdd fleiri eða færri kvæði.
Aptan við bókina eru viðaukar og leiðrj ettingar (bls. 497'—
502) og ágætt þrenns konar nafnatal og hluta (bls. 503—527) ásamt
leiðbeining um framburð nokkurra íslenzkra stafa (bls. 328).
Framan við bókina er fróðlegur formáli og efnisyfirlit (I—VII).
Pað mundi hafa þótt laglega af sjer vikið, ef einhver Islend-
ingur hefði ritað aðra eins bók eins og þetta. En þegar það nú er
útlendingur, sem hefir ritað hana — útlendingur, sem ekki einu sinni
hefir komið til íslands —, þá má beinlinis kalla það þrekvirki. Pvi það
eru ekki neinir smáræðis örðugleikar á því fyrir útlending, sem situr
suður i Vinarborg, að skrifa sona bók. Auk þess sem hann á mjög erfitt,
og stundum jafnvel ómögulegt, með að ná i allar þær bækur, sem hann
þarf á að halda, þá er skáldamálið okkar íslenzka ekki neitt barnaglingur
við að eiga; ekki sízt þegar nú ekki er kostur á fullkomnari orðabókum
yfir það, en menn hafa nú að að hverfa. En vel verður hver sá að
skilja, sem ætlar sjer að þýða kvæði og meta gildi þeirra, svo vel sje.
Pví snilld kvæðanna getur opt og einatt verið eins mikið fólgin í bún-