Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 79

Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 79
79 fylgir góð. Að eins er rjettritun og prófarkalestri mjög ábótavant. Mætti þar til nefna mörg dæmi, en vjer skulum láta oss nægja eitt, orðið »ólykt«, sem er ritað óligt (bls. 53). V. G. ÍSLAND OG ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS: í LÆKNISFRÆÐI hefur læknaskólakennari Guömiindur Magnússon ritað grein í »Hospitalstidende« 1897 (»Tuberculosis humeri et scapulæ. — Fjernelse af humerus og scapula. — Helbredelse«), og lýsir hann þar sjúklingi einum, er þjáðist af berklaveiki, og afarhættulegum holdskurði, er hann gerði á honum 29. apríl 1896. Hafði sjúklingurinn áður verið holdskorinn af landlækni Schier- beck (1894) og í annað sinn á »Royal Infirmary« í Edínborg (1895), án þess að fá bót meina sinna. En eptir holdskurð G. M. batnaði honum og gat hann gengið á gagníræðaskóla þegar næsta vetur. Það mun óhætt að fullyrða, að þetta sje einhver sá mesti holdskurður, sem gerður hefur veríð á íslandi, og stórmikil furða, að sjúlkingurinn skyldi halda lífi. En það er fátt, sem góðum læknum er ómögulegt nú orðið, þar sem þeir geta kornið hnífnum að. í NÁTTÚRUFRÆÐI hefur cand mag. Bjarni Sœmundsson ritað grein í »Videnskabel. Meddel. fra den naturhist. Foren. i Khöfn« 1897 dýrafræðislegs efnis (»Zoologiske Meddelelser fra Island«). Skiptist sú grein í tvo kafla og er hinn fyrri um náskötuna, en hinn um rostunginn. I kaflanum um rostunginn tilfærir höf., hvað um rostunginn sje sagt í fomritum vorum, og vitnar þar meðal annars í »Biskop Rafn Sveinbjamarsons Saga« og seinna segir um Hrafn: »Biskoppen dode 1213«. Þetta bendir á heldur mikla fljótfærni. Höf. hefur tal- ið sjálfsagt, að Hrafn hafi verið biskup, af því að saga hans er prentuð í Biskupa- sögunum. En þá ætti Áron Hjörleifsson líka að gerast að biskupi, því hans saga er og prentuð þar. En báðar. þessar sögur eru prentaðar þar sem viðbætir við Guðmundar sögu góða, af því að þær koma svo mjög við sögu hans. Þess má geta til leiðbeiningar fyrir höfi, að rostungsdráp það, er sagan getur um, gerðist um 1190. — í »Geografisk Tidsskrift« XIV. hefur cand. mag. Helgi Pjetursson skrifað fjöruga grein um för sína upp á Baulutind sumarið 1893 (»En Bestigning af Fjældet Baula i Island«), og eru í þeirri grein j'msar ffóðlegar jarð- fræðislegar athuganir. STJÓRNIN OG EINOKUNARVERZLUNIN (»Den danske regering og den islandske monopolhandel, nærmest i det 18. árhundrede«), heitir ritgerð, sem sagnfræðingur Jóns Jónsson hefur ritað í »Historisk Tidsskrift« 1897. Rekur hann þar sögu einokunarverzlunarinnar frá byrjun til enda, en þó einkum á 18. öld- inni. Sýnir hann fram á, að stjórnin hafi hallazt að einokuninni af því, að sú skoðun var þá almennt ríkjandi í Norðurálfunni, að þessi verzlunarstefna væri heppilegust fyrir þjóðirnar, en alls eigi af því, að hún vildi nota einokunina til þess að fjefletta Island, enda hafi það sýnt sig, að stjórnin hafi jafnan dregið taum Islendinga gagnvart einokunarfjelögunum og reynt að veita þeim allar þær ívilnanir, sem gátu samrýmzt þessari verzlunaraðferð. Að svo erfitt hafi veitt að koma einokuninni fyrir kattarnef og fá stjórnina til að gera verzlunina frjálsa, hafi að miklu leyti verið því að kenna, að íslendingar hafi sjálfir — og það ýmsir af beztu mönnum þjóðarinnar — jafnan mælt á móti því. Verzlunin hefði meira að segja líklega verið gerð frjáls að fullu og öllu 1787, ef hinn mikli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.