Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 64

Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 64
144 Mörgum kann nú að virðast, að þetta sýni lítil hyggindi hjá þing- inu og beri fremur vott um flasfengni hjá því, og því verður ekki neitað, að svo liti út á yfirborðinu. En til þess að fella ekki rangan dóm, verða menn líka að gæta þess, í hvílíkum vanda þingið var statt. Stjórnin, sem samið gat við Frjettaþráðafjelagið, hafði ekki ymprað á neinum skilyrðum, en þinginu var sökum fjarlægðar og samgangnaleysis ómögulegt að semja við það. Hefði því þingið farið að setja einhver ákveðin skilyrði fyrir fjár- veitingunni, án þess að geta ráðfært sig við fjelagið, gat vel svo farið, að þau eða eitthvert þeirra yrðu málinu algerlega að falli, og þá hefði verið verr farið en heima setið. Þingið hafði óþægi- lega rekið sig á í þessu efni við fyrri fjárveitingar til eimskipa- ferða og vildi nú ekki eiga á hættu, að þetta mál gæti strandað á sama skerinu. Þess vegna afrjeð það, að setja nú engin skilyrði, en varpa allri áhyggju sinni í því efni upp á stjórnina og hennar visdómsfullu fyrirhyggju fyrir þörfum alls landsins. En þó nauðsyn kringumstæðanna gerði það að verkum, að sú yrði niðurstaðan, þarf enginn að ætla, að öllum þingmönnum hafi verið þetta ljúft. Að minnsta kosti var svo um mig, sem var einn þeirra manna, er hafði um málið að fjalla í samgöngu- málanefndinni, að jeg var harðóánægður með þetta, þó jeg sæi ekki önnur úrræði í svipinn. En með því að jeg lít svo á, að þingmenn eigi ekki einungis að vinna að þjóðmálum þann stutta tíma, sem þeir sitja á alþingi, heldur og á milli þinga, hugsaði jeg mjer að reyna að bæta ögn úr þessu, er jeg næði til rjettra hlutaðeigenda: Frjettaþráðafjelagsins og stjórnarinnar. Jeg gerði mjer því fremur von um, að mjer kynni að verða eitthvað ágengt í þessu efni, sem mjer hafði áður tekizt að greiða töluvert fyrir málinu milli þinga, fyrst með því að styðja af alefli tilraunir Mr. Mitchells, meðan nokkur von var um árangur af þeim, og því næst með því að vinna bilbug á hiki forstöðumanns Frjettaþráða- fjelagsins norræna við að sinna málinu í bráð og fá hann til að koma fram með tilboð sitt fyrir alþingi 1897. Þegar jeg kom heim af þingi, fjekk jeg bæði af blöðum hjer og af viðtali við forstöðumann Frjettaþráðafjelagsins að vita, að svo væri tiiætlazt, að fjelagið hefði að eins eina frjettaþráðarstöð á Islandi, þar er sæsíminn kæmi i land. Auðvitað áleit forstöðumaðurinn að sáralitið gagn yrði að þessu fyrir landið í heild sinni, nema jafn- framt væru lagðir frjettaþræðir um landið, en þá yrði landið að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.