Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Side 23

Eimreiðin - 01.09.1900, Side 23
i83 MÁLIÐ í REYKJAVÍK er náttúrlega tvenns konar: mælt mál og ritmál. Ekki er það rétt, þótt það stæði einhverntíma í einhverju blaði, að tala um »reykvísku« eða áfella Reykjavíkur- búa fyrir málið, sem þeir tala, því að það er ekki hóti verra en í hinum kaupstöðunum, heldur betra, ef nokkuð er; kaupstaðar- fólk slettir ávalt útlendum orðum nokkuð, eins og eðlilegt er, því ekki verður heimtað af því, að það finni íslenzkt orð yfir hvað eina sem er al-útlent; sum orðin lagar það í hendi sér, til þess að fá eitthvað íslenzkt í þau, þótt þau verði að vitleysum, t. a. m. »blaðskefta« — »Planchette«, »rauðspretta« = skarkoli (»Röd- spætte«) o. s. frv. Fremur mætti finna að því, að mentamennirnir ráða ýmsum orðum og halda þeim á lofti, t. a. m. að nefna aldrei »landfarsótt«, sem áður var algengt orð, en nú má aldrei heyrast annað en »inflúenza«; svo eru og þessi óþarfa nöfn á kvæðum og ritum: »Vendetta« (sem þó verður aldrei annað en »hefnd«); »Excelsior« (eins og á saumavélum og smérkvartilum, en apað eftir Eiríki Bögh og Longfellow); »sena« (o: scena, í leikritum, annars nefnt »atriði« eða eitthvað þess háttar), en »sena« er mál- fræðisleg vitleysa; »Sonnetta«, »Recitativ«, »Concert« og margt fleira. (Dönsk nöfn á íslenzkum skipum, danskar auglýsingar o. s. frv.). Væri lítill vandi að hafa þetta á íslenzku. Málið á blöðun- um hér er það eiginlega ritmál Reykjavíkur, og er ekki á marga fiska, og tjáir ekki að afsaka það með því að kenna prenturunum um allan þennan óþverra: »skýra« (barn), »dyplomatiskur«(!), »slóg« (þátíð af »að slá«), »Breyðfjörð«, »myndi« (f. mundi), »netja« (f. neta; hvenær segir nokkur maður »netjafiskur« eða »netjastappa« ? Pá ætti líka að segja smetjaskálar*1 o. s. frv.) Þá er Ameríku- málið »á Garðar« apað hér eftir: »Með ,Hólar’ hef ég fengið« (en ekki gat manninum dottið í hug: »Hólar hafa flutt til mín«) — eða þetta: »Sálmabókum hef ég nóg af«, fyrir »Sálmabækur hef ég nógar«. — Petta og ótal fleira þess konar sést hér ávalt í blöðunum, þótt verið sé að geipa með að Konráð og Jónas hafi »lagað málið«! Peir löguðu málið ekkert, nema fyrir sjálfa sig, og 1 Þessi samanburður hjá hinum heiðraða höf. er ekki réttur. »Netja«- (sbr. »netjaspell«, »netjastæði« o. s. frv. í fornlögum Norðmanna) er einmitt hin rétta mynd (eins og nesja, menja, kynja o. s. frv.), en »metja«- væri rangt, því »met« beygist ekki á sama hátt og »net«. í>ó menn kunni nú að segja »neta«- (neta- fiskur o. s. frv.) í daglegu tali, þá er slíkt ekki réttara en »netja«-, heldur þvert á móti. RITSTJ.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.