Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 23
103 verið samankomnir, hver innan í öðrum. En ótætis erfðasyndin átti einnig bústað í Evu langömmu vorri; eftir þessari kenningu þótti nú auðsætt, að henni var lafhægt þegar í stað að ganga í skrokk vesiings manneskjunum, sem þarna voru samansafnaðar í einni bendu. Pegar smásjáin var fundin (Leeuwenhoek f 1723) opnaðist nýr og stærri sjóndeildarhringur, og menn urðu færir um að rann- saka ýmislegt, sem áður var ósýnilegt, þar á meðal fóstúr og egg dýranna. Caspar Frederik Wolff (f 1794) sýndi fram á það með nákvæmum rannsóknum, að hinar gömlu kenningar voru rangar; eftir að hann og Karl Ernst Baer,' sem fyrstur fann egg konunnar með smásjánni (um 1830), höfðu gjört ýmsar mikilvægar uppgötv- anir í fósturfræðinni, sem enn þá hafa gildi, hefur henni fleygt fram og hver nýjungin hefur rekið aðra alt fram á þessa tíma. Eg vil nú í stuttu máli leitast við að skýra frá því helzta, sem fósturfræðingar vorra tíma kenna oss um, hvernig maðurinn og meginþorri allra dýra verða til. Pað er þá fyrst frá því að segja, sem flestum mun kunnugt, að samræði karldýrs og kvenndýrs er nauðsynlegt til þess, að fóstur myndist. Æxlunarfæri kvenndýrsins eru útbúin með tveim eða fleirum eggjastokkum, en í þeim er aragrúi af eggjum, misjafnlega stór- um hjá hinum ýmsu dýrum; vanalega eru þau örsmá, egg kon- unnar er t. d aðeins x/a millímetra að þvermáli og því vart sjá- anlegt með berum augum. Hænueggið virðist því vera risavaxið í samanburði við það; en hér er aðgætandi, að mestur hluti fuglseggsins er næringarefni, hlaðin utan um hið eiginlega egg, sem sést í stækkunargleri eins og lítill díll í eggjarauðunni. Egg dýranna eru annars hvert öðru lík, þau eru ein hnattmynduð frumla {(cella) eða lítil blaðra fylt tærri kvoðu með fastari kjarna í miðju. Sæðið, sem myndast í æxlunarfærum karldýrsins, er vana- lega gráleitur vökvi. Skoði maður það með góðri smásjá, sést í því urmull af ofursmáum, en fjörugum, lifandi verum, sem nefnast sáðdýr (spermatozoon). Þau eru mismunandi útlits hjá hinum ýmsu dýrum. Sáðdýr mannsins eru svo bygð, að fremri hlutinn er spjótmyndaður, mjókkar svo að aftan og verður að langri þveng- myndaðri rófu. í fremri endanum sést fastari kjarni, eins og í egginu, og eru þau ein frumla, en margfalt minni að vexti. Dýrin — ef dýr skyldi kalla — eru í sífeldri hreyfingu og synda áfram,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.