Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Page 33

Eimreiðin - 01.05.1901, Page 33
113 »Ríðum vér á alþing enn — alþing enn fjögur hundruð fræknir menn — fræknir menn«. Tilgangurinn er þó naumast sá, að flokkurinn eigi að æfa sig í að kunna að hegða sér í tónleik (opera). Hinir fornu söguritarar vissu vel, að orðið gat rist eins djúpt og sverðið. Síðan þeir rituðu hefir sverðið fallið mjög úr tízkunni; en orðsins neytum vér allir enn, og vér vitum, hve örðugt er að koma því vel fyrir sig; þess vegna hafa gagn- hittin tilsvör mikinn kraft í sér fólginn og því verður lítið úr sverðs- höggunum á leiksviðinu. Afrek Jóns Arasonar á alþingi og annar- staðar gera hann því ekki meiri mann í skáldleiknum. Ekki vex hann heldur við það, að mótstöðumenn hans eru annað- hvort dáðlausir, vankaðir eða dulir og afskiftalausir. Menn sakna sýn- ingar á borð við sýninguna í »Hákoni jarli«, þar sem andstæðurnar mætast af afli, er þeir þeir Ólafur Tryggvason og »hinn ríki« standa andspænis hvor öðrum. »Jón Arason« er því ekki verk fullkomins og eiginlegs leikskálds, — ■en það er skáldverk. Það kveður mikið að hinum aldna biskupi. Bróður Birni og förukonunum, sem eru ómissandi persónur í leiknum, er skemtilega lýst. Séra Matthías getur líka lýst hinum djúpu tilfinn- ingum eiginkonunnar (Helgu) fyrir þónda sínum og hreykni og þótta dótturinnar (Þórunnar) yfir föður sínum. Þeir Danir. sem koma fram i leiknum, eru lítt aðlaðandi. Lárus Mule flýr jafnskjótt og á reynir; Kristján skrifari er reyndar hugrakkur maður, en á ekki nóg undir sér og verður hlægilegur sökurn hrogna- máls þess, sem hann talar. Það mundi hafa orðið stórvinningur fyrir skáldleikinn, ef sagan hefði hér gefið höf. kost á atkvæðameira manni. En lýsing mannsins er öll í skorðum eins og hún er, þó fullmikið kunni að vera borið í drættina. í leiknum eru sýningar, sem ekki gleymast, t. d. sú, er Ari lög- maður kemur heim til Hóla. þreyttur af ferðavolki og örmagna af svefnleysi, harmandi konu sína, sem hann getur ekki gleymt, og getur ekki ráðið við sjálfan sig, hvort hann eigi að fylgja föður sínum eða ekki. Sonarástin krefst að hann geri það, en honum ofbýður lögleysis- ástand landsins, og það heldur aftur af honum. Svefninn yfirbugar hann. Þórunn systir hans kemur inn og sér að hann sefur fast. Hún smeygir skauti á höfuð honum og stingur lyklakippu í hönd hans og kallar: »Viltu mjólk Ari? góða geitarmjólk?« Hann vaknar við orð hennar og eins ættræknistilfinningin við hin nístandi bituryrði hennar •og móðganir. Og tilsvörin eru oft hæfilega aflmikil. Hvað sem öðru líður, þá má sjá, að hér hefir skáldeyra heyrt mannshjörtu slá. Olaf Hansen. BENEDIKT GRÖNDAL: KVÆÐABOK. Reykjavík 1900. XV -f- 379 bls. (Með mynd höfundarins). Þó um víða veröld sé leitað, mun verða erfitt að finna eins fjöl- hæfan rithöfund og Benedikt Gröndal. Hann hefir samið orðabók yfir skáldamálið (Clavis poetica ant. linguæ Septentrionalis) sem lykil að hinni írægu orðabók föður síns, ritað bækur um dýrafræði, steinafræði og landa- 8

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.