Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 67

Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 67
‘47 og fremur stirð í lund, enda kvaðst hún ekki eiga húsum að ráða á Stað, og yrðu menn að snúa sér til prestsins sjálfs. Séra Páll sat í lestrarkompunni sinui, og var að lesa 1 Al- þingistíðindunum, þegar Bakkasystur komu inn til hans. Pær urðu fyrstar. »Nú, þið eruð þá hérna enn«, sagði séra Páll, þegar þær höfðu heilsað honum. »Hafið þið verið á aftansöng hjá álfunum í kvöld?« »Ónei! Ekki vorum við það«, svaraði Anna vandræðaleg á svipinn. »Ekki vænti ég, en hvað er ykkur nú á höndum?« »Við vorum að hugsa um að biðja yður að lofa okkur að vera í nótt. Pað er komin öskrandi stórhríð«. »Rétt er nú það. Pað var annars við búið, að svo mundi fara. Já, ekki held ég, að ég fari að reka ykkur út í opinn dauð- ann, því þá fæ ég ekki þá ánægju að messa yfir ykkur á sunnu- daginn kemur«. »Pakka yður fyrir«, sagði Anna. Svo fóru þær systur að dansa og gleymdu alveg hríðinni. Pær höfðu fengið húsaskjól, svo þær voru úr allri hættu. Nú mátti veðrið æsast og frostgrimdin vaxa. Pað kom ekki mál við þær. Skömmu seinna var klappað á kompuhurðina hjá presti. »Hver skyldi nú koma?« tautaði prestur. »Kom inn«. Pað voru þær Miðhúsasystur, Margrét og Marta. »Ætli þér vilduð ekki gjöra svo vel, að lofa okkur að hírast einhversstaðar inni í nótt?«, spurði Margrét. »Jú, það vil ég gera«, svaraði prestur. »Hann er orðinn svo fjarskalega vondur, að við treystum okkur ekki til að rata heim«, sagði Marta. »Hann kvað vera orðinn það«, sagði prestur, og fletti við blaði. »Hann hefir það til að vera hrekkjóttur við ungu stúlkurnar á sunnudagskvöldin«. Pær þökkuðu fyrir gistinguna og flýttu sér í dansinn. Eftir litla stund var barið á kompuhurðina. »Skyldi það ætla að láta svona í alt kvöld?«, sagði prestur. >Kom inn«. Nú kom Guðrún á Melum. Pað hafði einhvern veginn dregist fyrir henni að fara, áður en hríðin skall á. IO*

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.