Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Page 69

Eimreiðin - 01.05.1901, Page 69
149 hefi nú náö tangarhaldi á átta jungfrúm á tæpum klukkutíma. Ætli mér takist ekki að fylla tuginn?« »JÚ. Pað munu vera tíu eða ellefu stúlkur aðkomandi«, svar- aði María, og leit niður fyrir sig. »Já, það má ekki minna vera«, sagði prestur. »Mér veitti heldur ekkert af að fá einar tuttugu júngfrúr eins heitar og rjóðar og þið eruð, því ég er orðinn kulsækinn, ekki síður en Davíð konungur«. Rétt á eftir kom Signý gamla inn til prestsins. »Eg veit svo sem ekki, hvar ég á að láta allan þennan kvennfólkssæg sofa í nótt«, sagði hún. »Nú, það verður að búnka því einhvern veginn niður«, sagði séra Páll. »Prjár geta verið í rúminu hennar Bjargar. Svo er bezt að búa um mig hérna á legubekknum, og þá er hægt að troða fjórum stúlkunum í mitt rúm. Pví, sem eftir er. verðið þið að skifta milli ykkar«. »Já. En er ekki eitthvað af piltum aðkomandi?« »Ég veit það ekki, en ekki verða vandræði úr því, þótt svo sé, Peir eru víst ekki margir«. »Á ég að gefa öllum þessum fjölda mat?« »Ekki hjálpar að láta fólkið deyja úr sulti«. »Ég held það gerði lítið til, þó það gengi ögn inn á því kvið- urinn. Pað gat étið heima hjá sér«, tautaði Signý gamla um leið og hún fór fram úr kompunni. Prestur svaraði því engu, og fór að ganga um gólf. Klukkan var orðin tólf, þegar hætt var að dansa, og menn fóru að hátta, því menn höfðu lyft sér ofurlítið upp eftir kvöld- matinn, á meðan verið var að búa um í rúmunum. »Petta hefir verið blessað kvöld«, sagði Anna á Bakka við Mörtu í Miðhúsum, þegar hætt var. Dansinn hefir sjaldan gengið svona fjörugt«. »Já. Pað hefir legið óvenjulega vel á mönnum í kvöld«, svaraði Marta. »Ætlið þið ekki að koma á sunnudaginn kemur?« »Jú, ef veður leyfir, En þið?« »Jú. Pað veit hamingjan«. Svo fóru menn að sofa, en þeir voru margir, sem ekki varð svefnsamt, því það var eins og hljóðfæraslátturinn ómaði enn í eyrum manna. Auk þess sótti einhver ókyrð á tilfinningarnar og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.