Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 79

Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 79
159 HANDRITASKRÁ mikla og vandaða hefir bókavörðurinn við safn Árna Magnús- sonar, dr. Kr. Kálund, nýlega gefið út á kostnað Árna-Magnússonar-sjóðsins, og eru í henni talin öll fornnorsk og íslenzk handrit, sem til eru í kgl. bókhlöðunni í Khöfn og á háskólabókasafninu, að undanskildu safni Árna Magnússonar, og loks þau hand- rit, sem bæzt hafa við það safn á árunum 1894—99. Handritaskrá þessi er eins konar viðbætir við hina miklu handritaskrá yfir Árna-Magnússonar-safnið eftir sama höf- und, er út kom á árunum 1888—94 (í 2 stórum bindum, um hálft 16. hundrað bls.)r enda sniðið alveg hið sama og jafnprýðilega frá henni gengið í alla staði. Er þar nákvæm lýsing af hverju handriti og skýrt frá innihaldi þess og sögu. Framan við sjálfa handritaskrána er ágæt ritgerð (um 60 bls.) um söfnun og varðveizlu norrænna handrita. í*á hefir og dr. Vilh. Gödel, aðstoðarmaður við kgl. bókhlöðuna í Stokkhólmi, samið skrár yfir öll fornislenzk og fornnorsk handrit, sem eru í bókasöfnunum í Upp- sölum (sú skrá kom út 1892) og Stokkhólmi (af þeirri skrá eru komin út 3 hefti í »Kongl. bibliotekets handlingar« 19—21) og eru þær sniðnar eftir skrám dr. Kálunds. Allar þessar skrár eru til ómetanlegs hags fyrir þá, sem vilja leggja stund á fornbókmentir vorar, og þær sýna betur en nokkuð annað, hversu nauðsynlegar þær hafa verið, og hvílíkur grúi af handritum hefir fluzt út úr landi voru, því flest eru þessi handrit þaðan komin, enda var lítið eftir skilið. En víðar hafa handrit vor frá oss flækst, en til þessara safna, og væri nú vel, ef ein skráin bættist enn við, er væri um þau norræn handrit og bókfellsblöð, er geymd eru í söfnum annarstaðar, t. d. á Englandi, Skotlandi, Islandi, í Noregi og víðar. M. P. UM ÍSLENZKAR VENJUR OG ÞjÓÐTRÚ viðvíkjandi barnsburði, meðferð ungbarna og ýmsu, er þar að lýtur (»Islándischer Brauch und Volksglaube in Bezug auf die Nachkommenschaft«) hefir heilbrigðisráð dr. Max Bartel i Berlín ritað alllanga ritgerð í »Zeitschrift fúr Etnologie« 1900 (2. og 3. hefti). Hefir hann samanskráð og sundurliðað allar þær kreddur og kerlingabækur, sem að þessu lúta og hann hefir fundið í íslenzkum þjóðsögum og munnmælum (einkum safni Jóns Árnasonar), en auk þess hefir hann fengið skýrslur frá 11 mönnum núlifandi, og eru tilvitnanir aliar mjög nákvæmar. Efninu er laglega niðurskipað og ritgerðin skemtileg að lesa. Mörg hinna íslenzku orða eru misrituð, en fátt misskilið. Höf. á þakkir skilið fyrir að vekja athygli manna á oss Islendingum og þjóðsiðum vorum og bjarga um leið þessum þjóðtrúarkreddum frá algjörri gleymsku, því að þær hafa töluvert gildi fyrir þá, er skygnast vilja inn í sálar- og menningarlíf þjóðar vorrar. M. P. SAGAN AF GRÍSHILDI GÓÐU hefir nýlega verið þýdd á þýzku af dr. H. v. Le?tk, bókaverði í Vínarborg, og hefir hann ritað nokkur inngangsorð framan við þýðinguna. V. G. MYNDUN MÓBERGSINS Á ISLANDI. Um hina ensku ritgerð cand. mag. Helga Péturssonar um þetta efni (sbr. Eimr. VII, 74—5) hefir dr. Porvaldur Thór- oddsen skrifað langan ritdóm í sænska tímaritð »Geol. Fören. i Stockholm Förhandl.« XX, 7 (1900) og heldur hann þar fram svipuðum skoðunum og í ritgerðum sínum 1 Eimreiðinni (VI, 161 — 69 og VII, 74 — 5), þó hann af auðskildum ástæðum hafi haft meira vísindasnið á þessum ritdómi sínum, en við gat átt í Eimreiðinni. V. G. UM JARÐSKJÁLFTANA Á ÍSLANDI árið 1896 hefir dr. Porvaldur Thór- oddsen skrifað ritgerð í þýzka tímaritið »Dr. A. Petermanns Geogr. Mitteilungen« (1901) og fylgir henni ágætur uppdráttur bæði yfir landskjálftasvæðið og landið alt, sem sýnir stefnur og takmörk jarðskjálftanna. V. G.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.