Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 10

Eimreiðin - 01.05.1906, Qupperneq 10
9o hlið, varin af vopnuðum hermönnum og vandlega lokuð að nóttu til. Garðarnir voru sjaldan sniðnir borgunum við vöxt, en hins vegar fjölgaði bæjarbúum óðum og varð því að byggja húsin í þéttri þyrpingu. Með þessu móti urðu göturnar mjóar og krók- óttar, svo að ljós og loft varð ónógt, en fyrir afrás alls óþverra var lítið sem ekkert hugsað. Bæjarþrifnaðurinn var með öðrum orðum ekki glæsilegri þá en nú gjörist í Austurlöndum; pestin mætti því hér sama holla jarðveginum, sem hún enn þá finnur þar eystra og dafnaði líka alt eins vel. Pegar það varð hljóðbært, að pestin væri komin í einhverri borg, féll íbúunum vanalega allur ketill í eld og þótti sem dauða- dómur yfir sér kveðinn. Gamlir menn og lasburða létu sér það lynda og álitu það vísdómslega ráðstöfun guðs, en unga fólkið, sem hélt sér lengra lífs auðið, var á öðru máli og hélt, að skoll- inn sjálfur stýrði þessum ósköpum. Allir, sem það gátu, reyndu að komast burt með fjölskyldu sína til að umflýja sóttina; en það var enginn hægðarleikur, því bæði var alt ferðalag erfitt og sein- legt á þeim timum, og auk þess kostaði það ærið fé. Voru það því einungis hinir betur efnuðu, sem áttu kost á að komast brott. Peir, sem fremur öðrum gengu vel fram í því að komast burt, voru læknarnir. Eftir lögunum voru þeir alls eigi skyldir að gegna sjúkravitjunum til hinna pestveiku, og með þeirri afsökun sneru flestir þeirra bakinu við bágindunum í borgintii og fóru út í sveit. Jafnvel hinir frægustu læknar, svo sem Thomas Bartholin og Ole Worm í Kaupmannahöfn og Sydenham í London, álitu það enga hneisu að hafa sig á burt, Pegar pestin kom til Kaupmanna- hafnar 1621 og 1654 flýði Ole Worm ásamt öllum öðrum pró- fessorum háskólans til Hróarskeldu; en á undan höfðu þeir þó í sameiningu skrifað alllangan bækling: »En kaart Undervisning, hvorledes man sig forholde skal i denne farlige Tid« (Khöfn I654), sem síðan var útbýtt meðal fólksins. Bæklingurinn byrjar með þessu heilræði: Tær sparlig Tiden er farlig Doden kommer snarlig. Omvend dig snarlig Bed Gud alvarlig Vandre varlig En því næst inniheldur hann eins og aðrar lækningabækur þeirra tíma allskonar sæg af meðalaráðleggingum og ýmsum hindur- vitnum. Pó voru til ýmsir góðir læknar, sem fórnuðu heilsu sinni og kröftum við hið erfiða starf að stunda hina pestveiku, og hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.