Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 10

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 10
ing af því, þá mætti árangurinn kallast ágætur (80 kr. um mánuð- inn). ?á er þess og vert að geta, að flutningsgjald á stofugögn- um til íslands er sex sinnum dýrara, en flutningsgjaldið á efni- viðnum.*) Pjátursmiðir eru mjög fáir á íslandi, en þar eð flutningsgjald er þrefalt dýrara á pjátursmíði, en á pjátri óunnu, þá er ekki ólíklegt, að arðsamt væri að búa til í landinu eitthvað af því ógrynni af könnum og kötlum, sem flyzt frá útlöndum. Burstagerð ættu og einhverjir að læra, því það er þó nokkuð, sem brúkað er af fiskiburstum og gólfsópum, en verkið auðlært (hið grófgerðara) og verkfæri ekki dýr. Vafalaust geta landsmenn sjálfir búið til meiri hluta varnings þess, sem Landshagsskýrslurnar nefna einu nafni »tiibúinn fatn- aður«, og sem árið 1907 nam 687 þúsundum króna. Tölu- verður hluti af fatnaði þessum er prjónaður ullarnærfatnaður, sjálf- sagt að einhverju leyti úr íslenzkri ull. Prjónavélarnar eru nú orðnar svo ódýrar, að landsmönnum ætti engin vorkunn að vera, að búa til allan þennan prjónaða fatnað sjálfir. Hugsast getur, að hæfilegt band sé ekki búið til á íslandi. En hér er þá hlutverk að vinna fyrir tóvélarnar.**) Ennfremur ættum vér að geta saum- að allan olíufatnað, milliskyrtur og utanhafnarfatnað, og ofið eitt- hvað af efninu, t. d. milliskyrtudúka og fataefni (hið síðarnefnda í tóvélum). Síldarnet 44 þúsund króna virði voru flutt til landsins. Mér er ekki kunnugt um, að hve miklu leyti vélar við þá vinnu eru komnar í stað handa. En ótrúlegt þykir mér, að það sé annað en ólag, að verða að kaupa netin frá útlöndum. Áhöld til þess að ríða net, kosta sama sem ekkert. Landsmenn gætu að minsta kosti felt netin sjálfir, því það hlýtur æfinlega að vera handa- vinna, en ekki véla. Kaðlar og færi voru flutt til landsins fyrir næstum 300 þús- und krónur. (Sé seglgarn talið með, þá fyrir 370 þús. kr.). Að líkindum gætu landsmenn búið til meirihluta þessara kaðla og færa. Efni kaðlanna er ekki mikill hluti verðs þeirra, og því *) F.ins og gefur að skilja, þá er það mjög mikilsvarðandi innlendum iðnaði, að samgöngurnar innanlands komist í sem bezt horf. **) Albert frá Stóruvöllum hefur búið til spunavélar, en eigi er mér kunnugt um, hvað þær kosta, né hve miklu þær orka. J>að væri gaman að sjá blaðagrein um þær#

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.