Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 17

Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 17
173 Þeir hendast og sendast og harðsporna ísinn, svo hrekkur og stekkur úr svellinu flísin, og skjótast fram liðugt, ögn hallir á hlið, svo hljómar alt sviðið við. — —• Hver taug og hver vöðvi að vild manns lætur, er varir minst stöðva þeir slynga fætur og hlaupa í loft yfir leynda vök. — Á lífi reið oft með þau snöggu tök. En skrefin lengjast, og skrið er drjúgt, og skjótt ber drengja liðið mjúkt um vegu bláa, sem vali fráa og vængjaknáa með geð óbljúgt. En fararbroddurinn beygir hring. Nú byrja þeir mjúkleiknis kapphlaup slyng: Pá aftur á bak ber með örskots flugi og öfugir hnita þeir knappa bugi. í*eir hoppa og skoppa sem hjól á svelli, og hlátrarnir láta um ból og velli. Svo líður skarinn svo léttur og snar þá leið, sem farar til heitið var. fau duna og hljóma hin gljáu göng og glögt nem ég óm af háum söng: »Svo sýnum við enn hér eru þó menn, sem íþróttir fagrar kunna og menta jafnt hönd, sem hugstóra önd og heimslistum fornaldar unna, þá konungar yrtust um íþrótta kranz og »ísleggjaskrið« töldu frama. Hér uppi til fjalla hjá alþýðu lands á æskan sér metnaðinn sama.« 12

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.