Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Side 18

Eimreiðin - 01.09.1910, Side 18
174 III. VORSONGUR. Vetur þver og vorið er vaknað eftir blundinn. Ljósið hlær, en landib grær, léttur og mildur sunnanblær gárar sólbjört sundin. Lindin smá, hún lyftir brá, ljóðar kát í grjóti. »Dírrin dí« og »blí blí blí« blessuð lóan hátt við ský syngur sólu móti. Léttir svip á lúnum grip, leysir vetrar dróma. Fákar teiga vorsins veig, viðra sig á sléttum teig í fylling fjörs og blóma. Lætur vor sín léttu spor ljóssins mundir skreyta. Fer um bæinn ferskum blæ, fleygir snæ á sólarglæ. Linast lífsins þreyta. Löngun hver þá lyftir sér, lifnar alt úr dái fyllir sálu fjörsins bál, fagnaðshljómur skreytir mál. Vaknar von með strái. Uti er bjart og ótalmargt svo yndislegt að skoða. Ekki fæ ég inni' í bæ yl og nægju, er hugans fræ veki af vetrardoða. Ut ég skunda léttri lund. Ljúfur berst mér hreimur. Stilli brag minn létt við lag lofa fagran vorsins dag. -— Heiður er herrans geimur. Hreyfing fer um hjarta mér. hljómar lofti bifa, óma og hringast alt um kring, á því þingi með ég syng: Inndælt er að lifa! SIGURÐUR JÓNSSON frá Helluvaði. Loftsiglingar og fluglist. Eftir GUÐM. G. BÁRÐARSON. II. F LUGLIST. Áður en loftbelgurinn fanst og loftbátar og loftskip komu til sögunnar, höfðu menn gert margar tilraunir til að fljúga. — Fugl-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.