Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Side 27

Eimreiðin - 01.09.1910, Side 27
183 hann aftur til Ameríku; var honum tekið með mikilli viðhöfn og Taft forseti veitti honum virðulegar vibtökur í shvíta húsinu« (forsetahöllinni) og sæmdi hann verðlaunapeningum, fyrir afrekin. Um það leyti tókst bróður hans að fullnægja kaupskilmálum Banda- ríkjastjórnarinnar, og vann þar að auki ýms verðlaun. fannig voru þeir bræður orðnir heimsfrægir menn og höfðu getið sér ódauðlegt nafn í sögu fluglistarinnar. Meðan Wright- bræðurnir gerðu upp- götvanir sínar í Ame- ríku, voru hugvits- menn Norðurálfunnar ekki aðgerðalausir. f*eir unnu af kappi að flugvélasmíðum og varð mikið ágengt, þó eigi kæmust þeir tii jafns við þá bræður. Danskur maður, er Ellehammer heitir, bjó til þá flugvélina, sem fyrst hóf sig frá jörðu í Evrópu; það var í janúar 1908, sem hún var reynd, og gat hún þá flogið nokkur hundruð metra. Margir fengust við flugvélasmíði um þessar mundir hér í álfu, einkum á Frakklandi. Meðal þeirra fremstu var frakkneski málarinn Farman. 1908 tókst honum ab fljúga 1 km. í hring, og nokkru seinna tókst honum að gera flugvél sína lítið eitt hraðfleygari en vél Wright's (75—80 km. á kl. st.). Frakkneskur maður, að nafni Bleríót, hefur gert margar flugvélar síðustu árin og sífelt verið að gera á þeim nýjar um- bætur. Loks tókst honum að gera vél, sem gat flogið um 90 km. (12 mílur) á kl. st. * * *

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.