Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Side 32

Eimreiðin - 01.09.1910, Side 32
188 skilyrði, er því einn af velgerendum mannkynsins. Pað liggja því fögur sannindi í göinlu grísku goðasögninni, að Dýónýsos (vínguð- inn) hafi ferðast meðal viltra þjóða til að siða þær. Það verður ekki sagt með neinni vissu, hvar séu hin fyrstu heimkynni vínyrkjunnar. Vínviður vex viltur um suðurhluta tempr- aða beltisins, og á fyrri jarðtímabilum óx hann jafnvel í norðlæg- um löndum; þannig finnast leifar hans í surtarbrandslögunum á Islandi frá tertiera tímabilinu. Pað liggur næst að ætla, að vín- rækt og víngerð hafi fyrst átt sér stað í Litlu-Asíu eða í löndun- um við kaspiska hafið. það var lengi ætlun málfræðinga, að orðið vín, sem finst bæði í semítiskum og indógermönskum málum, væri af semítiskum uppruna, og að Grikkir hefðu lánað orðið úr hebresku; en nú má telja víst, að það sé af indógermönskum uppruna og að Semítar hafi tekið það þaðan. Hinir fyrstu vín- gerðarmenn voru því að öllum iíkindum einhver hinna indóger- mönsku þjóða, sem fluttu til Austurlanda áður ljós sögunnar rann upp. Upptök vínyrkjunnar eru forsöguleg og það eitt er víst, að frá Litlu-Asíu barst hún yfir til Þrakíu og þaðan til Grikklands; þá leið má að minsta kosti rekja dýrkun Díónýsosar. Grískir ný- lendumenn fluttu hana til Ítalíu og Gallíu (Massilíu), en líklegt þykir, að Föníkumenn hafi flutt hana til Spánar. Rómverjar neyttu lítils víns á fyrstu öldum Rómaríkisins, því að þá stóð vín- yrkjan á lágu stigi á Ítalíu, og grísk vín voru dýr, en góð þóttu þau. Petta breyttist smámsaman og, eins og þegar hefir verið tekið fram, var Ítalía orðin vínyrkjuland á síðustu dögum þjóð- veldisins. Cató gamli, hinn siðavandi og hófsami Rómverji, hafði stuðlað mikið að útbreiðslu vínyrkjunnar þar í landi. Rómverjar áttu og mestan þátt í að útbreiða hana í Gallíu (Frakklandi) og á síðustu öldum keisaradæmisins var tekið að rækta vín á Ungverja- landi og fýzkalandi (Mósel- og Rínarhéruðunum); er mælt, að Próbus keisari (276—282) hafi verið hvatamaður þess. Á norður- strönd Afríku var og vín ræktað að nokkrum mun í fornöld og í suðvesturhluta Asíu voru vínsæl lönd; einkum var Persía ágæt- lega fallin til vínyrkju, en austan Indusfljóts getur hennar ekki að neinu. Á miðöldunum breiddist ræktun vínviðar nokkuð út og jafn- vel til norðlægra héraða, þar sem engar vínekrur eru á vorum dögum. Karl mikli keisari lét sér mjög ant um vínyrkjuna og á búum hans voru skólar í þeirri grein, eins og í öðrum greinum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.