Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 33

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 33
189 akuryrkju; og enn í dag er það trú manna í Ríndalnum, að Karla- magnús fari um vínekrurnar, þegar vínviðurinn stendur í blóma, blessi hann og árni góðrar uppskeru. En vínyrkjan átti líka að mörgu erfitt uppdráttar á þeim öldum. Pá risu upp hinir skæð- ustu óvinir hennar, Múharrieðstrúarmenn. Eins og kunnugt er, bannar kóraninn víndrykkju, og því voru allar vínekrur eyddar, þar sem sú trú festi rætur; þó hefur aldrei tekizt að útrýma al- gerlega vínrækt í Persíu. I hinum stöðugu styrjöldum, sem gengu yfir Evrópu á miðöldunum, voru vínekrurnar oft eyddar eða mjög hart leiknar, og fyrir því voru góð vín dýr og sjaldgæf. Kirkna eignum og klaustra var þó vanalega þyrmt, og því voru klaustrin höfuðból víngerðarinnar á þeim tímum, einkum voru Benediktínar frægir fyrir vín sín. Frá þeim tíma stafar hinn næmi smekkur klerka og munka fyrir góðum vínum, sem svo mjög er í frásögur færður; í Móseldalnum eru frá fornu fari hin elztu og beztu vín kölluð í gamni »guðfræðingavín«, því að andlega stéttin hefur jafnan lagt meiri áherzlu á gæði vínsins en gnægð þess. Víkinga- ferðirnar fluttu vínið til Norðurlanda, en þar var það jafnan dýr og sjaldgæf vara. Víkingunum þótti það góður drykkur og höfðu þeir þann vana, að leggja skipum sínum upp í fljótin Seine, Loire og Garonne, þegar víngerðinni var lokið, og fara hershöndum um vínbirgðir manna, en að líkindum hafa þeir þyrmt víngörðunum, sem framleiddu hinn eftirsótta drykk. Á vorum tímum hefur víngerðin auðvitað náð hæstu stigi, og líka vínfölsunin; hinar miklu framfarir í efnafræðislegri þekkingu hafa hjálpað báðum. Pað er þó engan veginn algerlega á valdi mannanna að ráða gæðum vínsins. Árferðið ræður þar mestu; því er mjög mikill munur á árgöngum víns; af evrópiskum vínum frá seinni tímum eru árgangarnir 1875 og 1893 beztir. En ennþá á vínyrkjan við skæða óvini að stríða; ekki er það bindindishreyf- ingin, því að hún hefur að svo komnu engin áhrif haft á víntekj- una hvorki til góðs né ills, heldur ýmsir sveppar og skorkvikindi, sem eyða vínviðnum. Hættulegust er vínlúsin (þhylloxera vasta- trix). sem um mörg ár lagði vínekrurnar í eyði um Frakkland og Suður-Evrópu, án þess vísindin gætu í nokkru hjálpað; loks tókst mönnum þó að vinna bug á þeim ófögnuði með því að taka frjó- anga af amerískum vínvið og græða á tegundir þær, er vaxa í Evrópu; á þeirri nýju viðartegund, sem við það er framleidd, vinnur lúsin ekki. 13

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.