Eimreiðin - 01.09.1910, Síða 35
I9I
og henni einkennileg; gáfa guðsins magnar ímyndunina og gerir
hugvitsaugun sjónglöggari á hið fagra«. Að vísu urðu þessar há-
tíðir síðar illræmdar, einkum fyrir holdlegt munaðaræði, en það
dregur þó ekki úr því góða, sem þær sköpuðu. Pá eru og sam-
drykkjur (sýmpósía) Grikkja nafnkendar. Samsvarandi hátíðir Róm-
verja höfðu öllu klúrari brag, en þó voru þær ekki þýðingarlausar
fyrir listir og bókmentir.
Ferreró hyggur, að vínið hafi átt mikinn þátt í að rómaníséra
og siða hinar germönsku þjóðir, og það hafi ekki verið metið sem
skyldi. I3ær þjóðir höfðu auðvitað neytt áfengis (mjaðar), áður en
þær komu í kynni við klassiska menningu, en vínið var bæði
bragðbetra og sterkara en mjöðurinn, og því er hætt við, að þær
hafi ekki kunnað með það að fara í fyrstu. Cæsar getur þess, að
sumir germanskir höfðingjar, einkum þeir, er meiri villibragur var
á, hafi bannað innflutning víns og þegnum sínum að neyta þess,
því að þeir hugðu, að víndrykkjan mundi veikja þá og draga úr
karlmensku þeirra; en því hefur nú ekki verið haldið fram gegn
víninu einu, heldur líka gegn öllum útlendum siðum og menningu,
eins og sagnirnar um Starkað gamla sýna meðal Norðurlanda-
þjóða. fað er líklegt, að rómverskir höfundar geri of mikið úr
víndrykkjufíkn Germana, því að svo telur Alwín Schultz, einhver
hinn fróðasti maður um miðaldalífið, að drykkjuskapur sem þjóð-
löstur hafi ekki orðið almennur fyr en á 15. öld, og þá meðai
germanskra þjóða en ekki rómanskra, þó vínnautn úr því hafi
færst í vöxt hjá báðum. Brennivínsdrykkjan fer þá að verða al-
menn og líður ekki langt um áður leitast sé við að stemma stigu
fyrir henni. þá kom og meira af hinum sterkari suðrænu vínum
á germanska markaðinn og einkum var spánskra vína mjög neytt
á Englandi á 17. og 18. öldinni, en áður höfðu menn drukkið hin
vægari frönsku og þýzku vín. Ekki verður séð, að mikil drykkja
og önnur siðaspilling hafi ávalt farið saman, og er merkileg í því
efni sögn Montaigne’s (í lok 16. aldar), að á hans dögum hafi
drykkjuskapur verið miklu minni en áður, en Venus hafi verið að
því skapi meira dýrkuð. Gervínus heldur því fram, að harðstjór-
um og einvaldsdrotnum hafi jafnan verið illa við víndrykkju og
samsætishöld, því að þar bar margt á góma, tungan varð örari
og menn báru saman skoðanir sínar, víttu stjórnina og hófu frelsið
til skýjanna, og urðu þau þannig oft undirrót frelsishreyfinga.
Það er annars nokkuð torvelt, og yrði líka oflangt mál hér, að
13'