Eimreiðin - 01.09.1910, Side 37
193
látið sér lynda sleggjudóma Leó Tolstoj’s um það. Hann skrifaði
fyrir nokkrum árum grein um reykingar og víndrykkju og lýsti
hinum herfilegu afleiðingum þeirra, jafnvel þótt ekki væri neytt
meira en eins vindlings (sígarettu) eða glass af víni. Pegar hann
hefur úthelt bræði sinni á mörgum blöðum, getur hann ekki stilt
sig um í neðanmálsgrein við enda ritgerðarinnar að spyrja, hvern-
ig annars standi á því, að þrátt fyrir þessa skaðsemi hafi þó menn,
sem bæði drukku og reyktu, staðið að gáfum, siðferði og afrekum
framar þeim, sem hvorugt gerðu. Til þess sé engu öðru að svara,
segir hann sjálfur, en að þeir hefðu líklega verið miklu meiri og
betri menn, ef þeir hefðu hvorki reykt né drukkið! Pað er hægra
að segja það en að sanna. Honum þykir það jafnvel líklegt, að
Kant hafi skrifað stirt mál af því, að hann reykti svo mikið! Um
heimspeki Kants talar Tolstoj ekki, en hana kann hann sjálfsagt
ekki að meta heldur en annað í ríki vísinda og lista. Fróðlegt
er líka að athuga æfiferil Tolstojs sjálfs; meðan hann drakk,
reykti og naut lífsins og var tíðum framtakslaus og önugur, eins
og hann sjálfur segir, samdi hann skáldrit þau, er gerðu hann
frægan og munu halda nafni hans við líði; en þegar hann hætti
því og varð »góður«, tók hann að leika speking og spámann, og
hefur síðan skrafað og skrifað um alt á himni og jörðu, og það
einatt af litlu viti og minni þekkingu.
Par sem hins vegar vínnautn er bönnuð eða á sér ekki stað,
þar er ætíð eitthvað annað, sem fyllir það skarð. Dæmi þess má
finna hvarvetna í söguntii og mannlífinu. Ekki þarf annað en
minna á Kína (ópíumsnautn) eða Múhameðstrúarmenn; þeir af-
neita víninu stranglega, en neyta hassish og lifa í fjölkvæni.
Meðal mentaþjóðanna má finna hið sama; þeir taka upp einhver
æsinga- eða deyfingameðöl, andleg og líkamleg; mætti þar til
nefna trúarofstæki og hjátrú (andatrú og annað kukl), sjúklega
löngun í glæpasögur og annað þess konar; hefur hinn merki þýzk-
ameríski sálarfræðingur, prófessor Húgó Múnsterberg, skýrt það
greinilega í ritgjörð um vínsölubannið í Ameríku fyrir nokkru.
Sjálf bindindishreyfingin verður og stundum að ofstæki, og má
þá minst í milli greina, hvort hún hefur betri áhrif á menn en
ofdrykkjan. Eg skal t. d. benda á ófagra lýsingu af bindindis-
mönnunum sumum í Noregi, sem dr. Hjálmar Christensen gefur í
bók sinni »Det nittende Aarhundredes Kulturkamp í Norge«.
Og ekki er mér grunlaust um, að þær pólitisku æsingar, sem átt