Eimreiðin - 01.09.1910, Side 38
194
hafa sér stað á íslandi á síðustu árum, eigi að nokkru leyti rót
sína að rekja til bindindishreyfingarinnar.
III.
»Esat maðr svá góðr, at galli né fylgi, né svá illr, at einugi
dugi«, segir í Hávamálum; og svo má segja um málefni sem menn.
Petta ættu umbótamenn allir að hafa hugfast; þeim hættir oft við
að fara geyst og einblína einungis á það illa og sjá ekkert nema
það; þeir þola enga gagnrýni eða mótsögn, en fara sínu fram.
þetta getur verið afsakanlegt í byrjun, meðan þeir eru að vekja
athygli á máii sínu, en jafuskjótt sem þeir fá skoðun sína viður-
kenda, ættu þeir að lækka seglin og leita samkomulags, einkum
þegar um stórmál er að ræða. Og áfengismáiið er sannarlega
stórmál, sem hefur margar athugaverðar hliðar. Allir vita og
viðurkenna, að ofdrykkjan sé þjóðaböl, sem reisa verður skorður
við; en hitt hefur hins vegar ekki tekist og mun sjálfsagt seint
takast, að sannfæra allan þorra manna um þaö, að hófleg vínnautn
hafi ekkert gott og skemtilegt í för með sér. Nú er það hlutverk
og skylda siðaðrar löggjafar, að varðveita hið góða og útrýma
eða afstýra hinu illa. fetta gera ekki lög, sem banna allan að-
flutning áfengis; það er meira að segja ástæða til að ætla, að
þau útrými því góða, en ráði ekki til fullnustu bót á því illa.
Róm var ekki bygð á einum degi; og það er fásinnu næst, að
ætla sér með atkvæðagreiðslu einni og lagaboði alt í einu að
uppræta þúsund ára gamlan vana, jafnrótgróinn og almennan eins
og vínnautnin er; það lýsir vanþekkingu bæði á eðli mannsins og
sögu hans, og sýnir, að bindindishreyfingin er að verða eða er
orðin að ofstæki, þegar menn hugsa sér með litlum meirihluta
atkvæða að fara að stjórna heilu þjóðfélagi eins og það væri
drykkjumannabæli eða sjúkrahús. IJað þarf ekki mikla skynsemi
til að sjá, að til eru aðrar og betri aðferðir til að berjast gegn
ofdrykkjunni heldur en slík örþrifaráð. Henni verður aldrei út-
rýmt nema með vaxandi menningu og þekkingu samfara vitur-
legri og hægfara löggjöf. Páll Stígsson lögmaður vildi með Stóra-
dómi á 16. öld bæta siðferði íslendinga; honum tókst það ekki,
og dómurinn hafði aldrei góð áhrif á þjóðina. Af sögunni mætti
læra nokkuð. Bannlögin eru stóridómur tuttugustu aldarinnar.