Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 39

Eimreiðin - 01.09.1910, Qupperneq 39
195 Aðflutningsbann áfengis á sér hvergi stað meðal siðaðra þjóða, að því er ég veit til, því að eigi mega menn ætla að bann það (þrohibition), sem gildir í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í Norður- Ameríku, sé aðflutningsbann; það er áfengissölubann. Pað væri brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna, ef eitthvert ríki lögleiddi að- flutningsbann og þannig legði hindranir í veg fyrir milliríkjaverzlun, og tilraunir, sem gerðar hafa verið í þá átt, hafa tafarlaust verið dæmdar ólöglegar af dómstólunum. Maður, sem býr í bannríki, getur þvi flutt að sér eins mikið af áfengum drykkjum úr öðru ríki, eins og hann vill, en hann má ekkert selja af þeim innan takmarka bannríkisins. Lyfsölum leyfist þó að hafa nokkurn forða vínfanga til að selja eftir læknisráði. Petta giidir, hvort sem um ríkisbann (state þrohibition) eða sveita- og bæjabann (local oþtion) er að ræða. Nú eru í Bandaríkjunum 9 baunríki (af 46), en flest ríki leyfa sveitabann, og þykir það að jafnaði gefast betur. En þó bannmönnum (þrohibitionists) hafi orðið nokkuð ágengt í ein- stökum ríkjum og sveitum, þá kveður þó lítið að þeim í banda- málum. Bannmenn mynduðu pólitiskan flokk árið 1869 og setja auðvitað aðflutningsbann um gervalt land efst á stefnuskrá sína ; hafa þeir síðan við allar forsetakosningar haft forsetaefni, en ekki er hann hættuiegur keppinautur. Við síðustu kosningar (1908) fékk hann um 250,000 atkvæði af 14V2 miijón atkvæða, sem greidd voru. Elzta bannríkið er Maine, sem lögleiddi sölubann árið 1854; en því var aldrei stranglega framfylgt þar fyr en fyrir nokkrum árum; um nálega hálfa öld var þetta bann einungis á pappírnum; áfengi var selt eftir sem áður og stjórnin lét sér nægja að sekta áfengissalana einu sinni á ári um nokkur hundruð dali. Síðustu árin hefur lögunum verið framfylgt allstranglega, en þó er langt frá því, að þau hafi útrýmt áfengissölu, og nú eru Mainebúar orðnir þreyttir á öllu saman, og vilja helzt fá lögin afnumin; því að ekki verður það öðruvísi skýrt, að atkvæðum repúblíkana (þeir eru bannmenn þar í ríki) fer stórum fækkandi við hverjar kosningar. Ríki þau, sem lögleiddu bann, skömmu eftir að Maine gerði það (Vermont, New Hampshire), hafa numið það úr lögum. Kansas varð bannríki 1880 og North-Dakota 1890. En síðan 1907 hafa sex ríki orðið bannríki (Georgia, Oklahoma, Alabama, Missisippi, North-Carolina og Tennessee), og þaðan stafar bann- alda sú, sem gengið hefur yfir landið. ?að er eftirtektavert, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.