Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 46

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 46
202 aði Háckel 1906 félag, sem heitir »Monistenbund«, hefir það gefið út ýms rit, en meðlimir félagsins eru í mörgum greinum sundur- þykkir sín á milli. Árið eftir (1907) var af mörgum öðrum nátt- úrufræðingum undir forustu grasafræðingsins dr. Dennerts stofnað annað félag, sem heitir »Keplerbund« í Frankfurt a. M. Ætlunar- verk þess er, að verja varnarlausa alþýðu gegn stæðhæfingum efnissinna og fræða hana um vísindalegar staðreyndir, sem fengist hafa og óyggjandi eru, en bæla niður öfgar og fleipur um þá hluti, sem enginn getur í raun réttri borið skynbragð á. Hefir félag þetta nöfn'Keplers og Kants á merki sínu; þeir þektu báðir og könnuðust við takmörk mannlegs anda. Náttúrufræðingum var lengi í nöp við heimspekinga, en nú er Immanuel Kant orðinn uppáhald þeirra, og stendur það í sambandi við stefnubreytingar þær, sem nú eru að verða; úrvalskenningin og hin mekaniska heimsskoðun eru að hverfa úr sögunni. Af sömu ástæðum er E. Háckel meinilla við Kant. þeir sem prédikað hafa efniskenningar fyrir fólkinu sem heil- agan sannleika og óyggjandi vísindi, hafa sjaldan eða aldrei hugs- að um, hver áhrif slík heimsskoðun hlyti að hafa á hegðun al- mennings og siðferði. Ofstækismenn hugsa aldrei um afleiðingar gjörða sinna. Pað eru til einstöku menn, sem blátt áfram gjöra skyldu sína skilyrðislaust, án vonar um framtíð eða umbun hinu- megin; þeir fylgja siðalögmáli samvizkunnar og láta eins mikið gott af sér leiða fyrir félagið og náunga sína, eins og hægt er. En slíkir menn eru sjaldgæfir, fágætar undantekningar frá aðal- reglunni. Meginþorri manna er öðruvísi gerður; flestir hugsa mest um eigin hag, og fullnægja tilhneigingum sínum svo vel, sem þeir geta. Eegar nú sú lífsskoðun gagntekur menn, að engin æðri stjórn sé til og alt sé búið með þessu lífi, en tilveran öll sé í heild sinni meiningarlaus og tilgangslaus, þá er það ekki undarlegt, þó margir hugsi mest um að njóta lífsins, sem þeir kalla, og leiði hjá sér sjálfsaga og örðuga siðalærdóma, þegar þeir ekki ganga beint í berhögg við hegningarlögin eða almennar venjur í borgaralegu félagi. fó höfundar efniskenninga sjálfir hafi verið heiðarlegir menn, þá hafa þeir þó af ofstæki, grunnhygni og hugsunarleysi sáð skaðlegu fræi í margar veikar sálir. Hin 19. öld var mikill byltinga- og breytingatími. Framfar- irnar hafa verið stórkostlegar í verklegum efnum og í náttúruvís- indum, menningin er orðin ljómandi og glæsileg hið ytra, en

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.