Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 53

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 53
209 Valdhafar, sem ráða stutta stund, hugsa sjaldan um framtíðina; aðalhugsjón þeirra er að geðjast kjósendum, en þeir eru margir, og ef hver á að bera eitthvað úr býtum, eyðist til þess mikið fé. Prentlistin og lestrarkunnáttan eru, eða ættu að vera, aðal- þættir í menningu þjóðanna, en eins bregðast krosstré sem önnur tré. Prentsvertan er á vorum dögum oft hræðilega misbrúkuð, til þess að eitra mannlífið. Einn af hinum helztu mönnum Breta, Avebury lávarður, andvarpar undan því, hve vonir alþýðuvinanna bregðist. Með geipikostnaði er almúga stórbæjanna kent að lesa og skrifa, en ekki tíundi hluti notar þessa kunnáttu sér til nokkurs gagns. Almúginn í London, og eins í stórbæjum Ameríku, vill varla lesa annað en »eldhúsrómana« um hryllilega glæpi, og þekk- inga sína fær hann eingöngu úr dagblöðum, um flytja tómar lygar og róg; í París og víðar eru klámsögurnar helzta dægrastyttingin. Blöðin, sem stórbæjalýðurinn les, virðast eingöngu ætluð til þess, að kitla vondar tilhneigingar og æsa ímyndunaraflið. Pað vill líka verða misbrestur á blaðamenskunni, þar sem mentuðu stéttirnar eiga í hlut. I flestum löndum eru reyndar til allmörg góð og heiðarleg blöð, enn mannkynið er því miður enn á lágu stigi í siðferðislegu tilliti, og þessvegna fá þau blöð oftast mesta út- breiðslu, sem flytja margskonar léttmeti, skrítnar fréttir, æsandi sögur og allskonar skrum og skammagreinir. Pá hefir pólitíkin afarmikil áhrif á blöðin. Flest blöð eru flokksblöð, berjast fyrir einhverjum málum eða hugtökum, og er það ekki nema gott og blessað, þegar heiðarleg meðul eru notuð; en oft vill bregða út af því. Hver sem í útlöndum dvelur, verður þess fljótt var, að hlutdrægni flokksblaða alloft gengur fram úr öllu hófi. Skoð- anir mótstöðumanna eru oft rangfærðar og hártogaðar, fundar- skýrslum er snúið við, svo andstæð blöð greina þveröfugt frá því, sem gerst hefir. Mótstöðumönnum eru gerðar upp illar hvatir, og að þeim dróttað allskonar skömmum og vömmum, vanalega þó á huldu, svo ekki sé hægt að hafa á því. í ofstækisblöðum eru oft bersýnilegar lygar um menn og málefni, sem ekki fást leið- réttar. Ritstjórarnir skáka í því hróksvaldi, að lesendur þeirra sjái ekki önnur blöð, og þegar þeim eru borin á brýn ósannindi, ber það eigi sjaldan við, að slíkir menn svara blygðunarlaust: »Hvað gerir það til, ef það gengur í fólkið!« Pá er tilganginum náð. I sumum löndum lifa stór blöð eingöngu á mútum pólitiskra spekúlanta og fjárglæframanna, sem vilja láta fegra ýmislegt

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.