Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Side 61

Eimreiðin - 01.09.1910, Side 61
217 lækjum; móðan varð því fljótt blandin allskonar óhreinindum, en skolpið staðnæmdist að lokum og varð að forarpollum á flatlend- inu danska. Brandes hafði eigi að eins áhrif með listkenningum sínum, heldur miklu meir með barátta sinni fyrir þeim heimspekiskenn- ingum 18. aldar, sem undirbjuggu stjórnarbyltinguna miklu, og voru nú aftur farnar að rísa upp; þær hafa flestar reynst lítt framkvæmanlegar eða ábyggilegar, þó þær hafi ruglað hugi margra manna. H. Taine, meistari Brandesar og kennari, hefir með mikilli snild sýnt fram á það í hinu stóra riti sínu »Origines de la France contemporaine« 1875 — 1894, hvernig hugsjónarsmíði og loftkastalabygging stjórnbyltingarmanna hefir rifið sundur rætur hins franska þjóðfélags og stöðvað eðlilega framþróun þjóðarinnar, svo henni fer stöðugt aftur í öllum greinum, unz hún að spá Taines líður undir lok. Hrakleg afturför Frakka, sem áður voru flestum fremri, er nú auðséð öllum um langt skeið. Georg Brandes var iðinn maður og ákafur og fyrir tilstilli hans og félaga hans fluttust nú í breiðum straumi, á fám árum, inn í Danmörku flestar listkenningar útlanda og allar öfgastefnur í skáldskap og pólitík, sem þá voru á dagskrá, einkum frá París, þessum mikla grautardalli allra óþroskaðra hugmynda. Á árunum 1880—90 var æskulýður Dana gagntekirjn af gleði og fögnuði yfir öllum þessum nýjungum og hugmyndadraumum. Með fagur- fræðis- og heimspekiskenningum fluttust þá til Danmerkur pólitiskar hugmyndir annarra landa, þá skapaðist 1884 hinn pólitiski vinstri- flokkur, sem kallaði sig »Evropæere«. Par blandaðist saman skáldskapur og pólitík, bókmentir og blaðamenska, og þykir sú blanda vanalega miður holl. Pað fer sjaldan vel, þegar skáldin fara að vasast í pólitík. Hugsjónamenn, sem lifa í loftinu, geta varla verið heppilegir leiðtogar, þegar kemur niður á jörðina, því þeir miða alt við skýin, eins og krummi. Hinn pólitiski forvígis- maður þessa flokks var Viggó Hörúp, einn hinn gáfaðasti, rit- færasti og harðvítugasti blaðamaður og æsingamaður, sem uppi hefir verið í Danmörku; hann vann meira en flestir aðrir að út- breiðslu hinna ýtrustu þingræðishugmynda. Um leið var blað hans »Pólitíken« hljóðpípa skálda þeirra og rithöfunda, sem voru Brandessinnar, en hinum var fljótt útskúfað, sem voru svo djarfir, að hafa sjálfstæðar skoðanir. Áhrif bókmentabyltingarinnar (Gennembruddet) og »Evrópu-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.