Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1910, Page 65

Eimreiðin - 01.09.1910, Page 65
221 listum og skáldskap sprettur léttúð, alvöruleysi og grunnfærni, af því formið verkar fremur á hugsjónirnar en viljann; menn verða fljótt leiðir á öllu nema léttmeti, sem hljómar vel í eyrum, og hætta að hugsa eða rökstyðja nokkurn hlut. Brandessinnar héldu því fram, að skáldskapurinn væri sjálfum sér nógur og ætti ekki að taka neitt tillit til þess, hvort ritsmíðin væri til gagns eða skaða fyrir mannfélagið; þó átti hið sama mannfélag allra náðarsamlegast að vera skyldugt til að launa skáldunum verk þeirra af landsfé. Ástirnar hafa jafnan verið aðal- efni skáldanna og hið nýja skáldakyn sneri sér mest að úrlausn ýmsra vafaspursmála þar að lútandi. Allir prédikuðu hið mesta frelsi í ástafari, margir afneituðu alveg þýðingu hjónabandsins, sumir hölluðust að siðum Mormóna og Múhameðsmanna, en fá- einir vildu hafna öllum mannasiðum og »lifa eins og apakettir í trjánum«. Georg Brandes hefir víst ekki í fyrstu búist við þeim árangri af starfa sínum, sem orðinn er. Afrakstur hinnar svoköll- uðu realistisku stefnu í bókmentum Dana hefir ekki orðið glæsi- legur, svo höfuðpaurinn sjálfur hefir víst varla haft mikla ánægju af því. Pó margar góðar bækur hafi komið á prent, helzt eftir menn utan flokka, þá hafa þær nærri horfið innan um ruslið, sem hefir verið yfirgnæfandi. Hinir realistisku rithöfundar hafa á seinni árum yfirleitt verið gjörsneiddir öllum frumleik, oftast sarg- að í sama farið og ekki getað kreist úr sér nokkra nýja hug- mynd. Sægur af rithöfundum hefir ekki hugsað um annað en að kitla vondar tilhneigingar lesandanna; aðalefni þeirra hefir jafnan verið, að prédika holdsins evangelíum, oft í fögru formi, sjálfræði, agaleysi og uppreisn gegn öllum myndugleika í mannfélaginu; mentaðar konur og karlar hafa jafnvel ekki blygðast sín fyrir í gróðaskyni að gefa út hin saurugustu klámrit og þózt menn að meiri; rit þessi eru sjaldan beinlínis klúr, formið er oftast dísætt, laðandi og lokkandi, og því hættulegri eru þau fyrir æskulýðinn. Sumar bækurnar eru blátt áfram endileysa og fjarstæður, við- bjóðslegar lýsingar á ýmsum óþverra o. s. frv. Margt af ritum þessum heyrir undir það kyn bókmenta, sem kallað er hnignunar- eða niðurgangsrit (dekadent literatur) en höfundarnir tilheyra menta- skrílnum (Bohéme), sem alstaðar myndast í stórbæjum, það eru slarkfengnir stúdentar og blaðamenn, sem stendur alt á sama, lifa sumpart á að rita dellugreinir í smáblöð og á plötuslætti, sum- part á munnvatni sínu. Fjöldi af útlendum spennandi glæpasög- «5

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.