Eimreiðin - 01.09.1910, Page 72
228
Hér er alveg rétt frá skýrt; ljóð hans eru kveðin á hlaupum milli verka
eða á andvökunóttum (sbr. nafnið á bókinni), og því ekki von, að alt
sé jafnlétt og lipurt. En hitt er víst fyllilega satt líka, að »inst í hugar-
djúpi hljóma þó fegri lög«, því það sýna sum kvæðin, að hann getur
leikið leikandi fjörugt á hörpuna, ef þvi er að skifta. En hann vill láta
efni og hugsun sitja í fyrirrúmi fyrir forminu, ef ekki tekst að gera
hvorttveggja jafnfullkomið. Hann veit vel, að mörgum nægir »bara
eyður efnisins orðin skeiði og renni« (I, 248), en honum líkar illa
»búmenskan hans Bárðar kalls, sem blávatnsþynnir mjöðinn« (I, 261).
Hann neitar ekki, að slíkt geti verið list, sem hér segir (I, 51):
List er það líka, og vinna, altaf í þynnra þynna
lítið að tæta upp í minna, þynkuna allra hinna.
En þá list vill hann ekki temja sér, þó hann kynni að geta unnið sér
lof með því, eins og hann segir um »þjóðskáldið« (I, 30):
Lof þér lýðir flétta,
lengi mun ei beðið.
Þjóðlegar en þetta
þú gazt ekki kveðið!
Hversdags-hugsun teygð og tætt,
tuggin upp í ljóð.
Umbúðirnar eflaust vætt,
innihaldið lóð.
En þess konar »þjóðskáld« kveðst hann hvorki vera né vilja vera
(»ég fæddist ei þulur með þjóðskálda mál«, I, 193), heldur mun hann
taka undir með Bliss Carman (I, 36):
Ég ljóða mér ekki til lofs, en getið mín vil ég að verði
til lýðhylli, tignar né fjár; — öll veraldar komandi ár.
Og þyki mönnum ljóð hans torskilin, þá svarar hann bara með orðum
Walt Whitmans (I, 34):
í>ú skilur mig ekki. Ó þreyt ekki þig
á þvílíkri ráðgátu — forðastu mig;
en farðu og skældu þig organið í —
ég yrki ekki við þig neitt lúllum bí.
En það er ekki formið eitt né skortur á hjartnæmi, sem hamlar
því, að St. G. St. verði tekinn í þjóðskálda tölu af samtíðar almenn-
ingi, heldur er efnið í kvæðum hans því oft og einatt líka til fyrir-
stöðu; það eru svo margir, sem fá svo óþyrmilega að kenna á svipu-
ólinni hjá honum, að ekki er líklegt, að þeir verði til að launa sviðann
með því að gerast loftungur hans, heldur telja hann næsta óþarfan og
ógeðfeldan. Ekki ólíklegt, að þeir kveði við útför hans líkt og »Sam
vizkan við greftrun sérvitringsins« (II, 196—7):
Við fundum sjaldnast lag við ljóðin hans,
þó létumst stundum eitthvað við það kannast.