Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Qupperneq 52

Eimreiðin - 01.01.1918, Qupperneq 52
52 guðinn gleraugna jói [Eimreiðin „Eg stóð eins og steini lostinn og bölvaöi asnaskapnum úr mér í sand og ösku og öllum þessum Bakkabræörahætti. Eg var álíka fær um aö komast undan þeim niöur aö sjónum eins og afvelta klár. Eg geröi ekkert annað en skrúfa aftur augað, til þess að hafa hendina lausa. Hvað átti eg svo sem að gera annað ? „En þeir fóru sér hvergi óðslega. Mig fór að gruna margt. ,Nú, Gleraugna Jói‘, segi eg si svona, ,þeim líst svona vel á þig.‘ Eg var víst eitthvað hálf-geggjaður i hausnum af öllum þess- um lífsháska og svo af því, hve þrýstingin var orðin minni í blessuðu himinloftinu. ,Á hvað eruð þið að góna eins og naut á nývirki?' segi eg, eins og villimennirnir heyrðu til mín. ,Hvern- ig líst ykkur annars á mig? Fari eg þá kolaður, ef eg skal ekki láta ykkur fá nokkuð að góna á,‘ segi eg, og um leið skrúfaði eg frá þéttiloftinu í beltinu, en lokaði útrásinni, svo að eg þand- ist út eins og líknarbelgur. Eg hlýt að hafa orðið verulega tígulegur á velli. Fari það í hvínandi, ef þeir þorðu að koma feti nær mér, en við og við voru þeir, hver eftir annan, að falla á kné og fjóra fætur. Þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð hver eg var, og hefir því þótt vissast að sýna mér fulla kurteisi, eins og rétt var af þeim. Eg var hálft i hverju að hugsa um að hopa á hæli niður að sjónum, og hlaupa svo í kaf, en fann engan mögu- leika ti4 þess. Ef eg hefði hopað eitt fet, þá hefðu þeir hlaupið á mig. Og svo varð það úr, að eg gekk beint til þeirra, af tómu ráðaleysi og örvæntingu; eg gekk hægt og silalega og baðaði út handleggjunum útblásnum, til þess að gefa allri persónunni enn þá meiri tign. En með sjálfum mér var eg svo undur rýr, eins og tituprjónn. „En það er nú svona, að enginn hlutur bjargar manni eins áfram í lífinu eins og tígulegur vöxtur — það hefi eg reynt fyr og síðar á lífsleiðinni. Við, sem þekkjum kafarafötin frá blautu barnsbeini, getum ekki ímyndað okkur, hver áhrif þau hafa á einfalda villimenn. Einn eða tveir af þeim lögðu á flótta eins og fætur toguðu, en hinir stóðu eins og steini lostnir og lömdu á sér hausana af alefli. En eg hélt áfram, tígulegur og hæg-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.