Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Page 69

Eimreiðin - 01.01.1918, Page 69
Eimreiðin] HELJARTÖK MIÐALDAVELDANNA 69 öðrum, annar í Róm, hinn fyrir norðan Alpafjöllin. J?etta var í rauninni ekkert nýtt. En þó höfðu menn aldrei fyrri horft á viðureign tveggja páfa með eins miklum áhuga. J?að voru í rauninni tvö öflugustu völdin, sem stóðu hér hvort gegnt öðru: Iíeisaradæmið og kirkjan. Alexander féllst hugur. Alt hvíldi á Hildibrands breiðu herðum, og Alexander gerði hann að kanslara. J?að var líka óhætt. Hónoríus II. hafði lítið að gera í hendur Hildi- brands. Hann komst að vísu til Rómaborgar, og leit svo út í fyrstu, sem hann niundi með auðæfum sínum ætla að ná sigri. En Hildibrandur hafði sínar taugar alstaðar, og kunni svo vel að taka í þær, herða á og slaka til, að innan skams tíma stóð Hónoríus einn uppi, yfirgefinn af Hinrik IV og flestum biskupunum. Móðir Hinriks, Agnes keisaraekkja, varð að fara pílagrímsferð til Róm- ar og standa þar opinberar skriftir. Hildibrandur náði þar svo miklu valdi yfir henni, að hann gat notað það mjög síðar meir í deilum sínum við Hinrik IV son hennar. En samt var staða Alexanders engan veginn trygg. Höfð- ingjarnir í Róm voru heldur ókyrrir, og páfinn hafði engan kraft til að standa gegn þeim. Einn reisti t. d. virki við inngang Péturskirkjunnar og heimtaði toll af hverjum, sem fram hjá gekk. Svo lítil var stjórnin í borginni. Árið 1073 dó Alexander II saddur lífdaga, eftir 12 ára páfadóm. IV. Laterankirkjan var troðfull af fólki við jarðarför Alex- anders. Hildibrandur var erkidjákni og stóð fyrir guðs- þjónustunni. Alt í einu hrópar múgurinn einum rómi: „Hildibrandur er páfi! Heilagur Pétur hefir valið erki- djáknann!“ Hildibrandur reyndi af alefli að koma kyrð á, en Hugo Candidus, kardínáli, tók til máls: „Oss er það öllum vel kunnugt, að síðan Leó IX, hásællar minningar, leið, hefir þessi reyndi og ágæti erkidjákni aukið álit páfa- i
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.