Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Side 103

Eimreiðin - 01.01.1918, Side 103
Eimreiðin] PHOCAS 103 hugsaSi að eins um það, hvernig hann gæti látiS fara sem best °g þægilegast um aökomumennina. — ViS erum á ferö í einkennilegum erindagerðum, sagöi annar þeirra, — og fremur ógeöslegum mun virðast, nú er við sitjum hér i slíkri ró og næði. Fengi maður að eins að fylla kvið sinn, karl minn, og hvíla limi sína og ekkert annað, þá væri heimur- inn ekki svo vitlaus. En maður verður að gera sitt af hverju til þess að halda í sér lífinu. Phocas kinkaði kolli vingjarnlega og alvarlega. — það verður maður. En þar eð hann var algerlega laus við forvitni, spurði hann ekki hvaða starf það væri, sem þeir hefðu nú með höndum. — Menn taka upp á svo mörgum illum og óguðlegum nýjung- urn, sagði annar aðkomumanna frekjulega, og reri um leið með klunnalegum hausnum, eins og hann gæti ekki komið neinni hugsun af stað með öðru móti en því. Það má ekki halda svo áfram, og hver sá, er hefir hnefa, verður að nota hann til þess að stöðva það. Já, menn taka upp á mörgu, hugsaði Phocas með sér, og mundi þá aftur eftir hinum ljóta orðasveim, er honum hafði borist. En samt sem áður vildi hann ekki fara að samsinna neinum útskúf- unardómi um meðbræður sína, sem guð hafði skapað. — Maður verður að taka því með stillingu og athuga rás tímans, góði minn, sagði hann að eins. — Allir ætla þeir sér víst eitthvað gott, þótt þeir gleymi því í flýtinum. Það er oft leiðinlega næðingasamt á haustin, en það er til þess að fræin geti borist með vindinum. Maðurinn hlustaði ekki á hann, heldur hélt áfram. — Nú erum við sendir út til að handsama þrjót einn, sem kvað vera verstur allra með að breiða út villukenningar og ginna aðra menn í glötun. Við eigum að flytja hann til borgarinnar og þar verður hann að gæta sin að rispist ekki á honum bjórinn. Við verðum að eins vingjarnlegir förunautar hans, síðan muu hann víst fá nægju sína, ha ha .... Það var leiðin til hans, sem við vorum að leita að, en þá vorum við gabbaðir og mættum hvarvetna hinu argasta falsi og illvilja. Hann heitir Phocas, ef til vill gætir þú sagt okkur hvar hann er að finna? Phocas var að bera fram þrýstin, rauð epli í fallegustu leir-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.