Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Page 121

Eimreiðin - 01.01.1918, Page 121
Eimreiðin] RITSJÁ 121 meÖ aukinni leikni í frásögn og æfingu í því, að fara meÖ mikið efni. Og væri óskandi, að hann færi nú ekki að moka út of ört bókum, svo að hann héldi áfram að taka á af öllu afli. Ein góð bók er miklu meira virði en tuttugu ómerkilegar. En með þessu er engan veginn verið að amast við því, að fá bráðum aðra bók eftir hann, geti hann það sér að skaðlausu, því að eg hafði ósvikna ánægju af Jóni áVatnsenda. En hví valdi höf. „Hræðu“-nafnið á þessa bók? M. J. AXEL THORSTEINSON: NÝIR TÍMAR. Bókaverslun Ársæls Árnasonar. Rvík 1917. 88 bls. Þetta er saga af hóp af góðu fólki í spiltu mannfélagi. Aðal maður sögunnar hefir ratað út í auðnuleysi vegna ofdrykkju, en tekur sig á, og gerist nýtur maður. Og að lokum gerir hópurinn samtök til þess að berjast fyrir „siðbót". Eg hefi ekki fyr lesið neitt veruíegt eftir þennan höfund, en mér féll hann strax vel i geð. Stílsmáti hans er látlaus og dúnmjúkur. Hann vaggar manni áfram svo notalega, að maður veit ekki fyrri til en ferðin er á enda. Og þá fer maður að hugsa, hvort hann hafi nú annars í raun og veru nokkurn tíma komið með mann við jörðina, og allar þær torfærur, sem þar eru vanar að vera. Þegar litið er svo yfir leiðina á nýjan leik, þá kemur það fram, að þessi grunur hefir rætst. Hann er alt af spölkorn fyrir ofan jörð- ina, í þessari bók, að því er mér finst. Það er að vísu ekki gand- reið æfintýranna. Staurar og steinar hafa ekki mál og spjalla saman eða slikt. En æfintýra-loftið leikur um mann, en hversdags lífið horfir maður á eins og þegar horft er af hárri fjallsbrún yfir iðandi lífið í kaupstaðnum. Lítum t. d. á samtalið milli þeirra Önnu og Árna snemma í sögunni (bls. 12 og áfram). Það er í rauninni óhugsandi samtal undir þeim kringumstæðum. Það er miklu fremur fágað málverk af tveim manns- sálum, annari veiklaðri og istöðulítilli en hinni sterkri og óspiltri. Eða þá draumur Árna (bls. 19 o. á.). Slíka drauma dreymir engan í svefni, en í vöku gæti hann hafa dreymt þannig, og það hefir skáldið gert fyrir hans hönd. Sami blærinn er og yfir fundinum (bls. 70 og áfram). Það er svo einkennilegt við þennan fund, að við sjáum alls ekki inn í fundar- salinn. Við fylgjum höfuðpersónunum af hlýðni og hlustum á þá af skyldurækni, en við sjáum ekki múginn í stofunni, finnum ekki „manna- þefinn", sem fylgir slikum samkomum. Eða þá auglýsingin um samkomuna! Eg segi þetta alls ekki í því skyni, að lasta höfundinn. Eg ímynda mér, að hann hafi gert þetta svona með vilja. Hann hefir ekki kært sig um að fara með lesandann niður í sorprennur þessa spilta kaup-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.