Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Síða 124

Eimreiðin - 01.01.1918, Síða 124
124 RITSJÁ [Eimreiðin SkrúShús er inn af ganginum og úr því gengið í prédikunarstólinn, en hinu megin kórsins er litill klefi fyrir verkfæri. Veggir eru þykkir og gluggalausir. Er enginn vafi á því, að kirkja þessi mundi vera ein- staklega hlýlegt og vistlegt guðshús, rammíslensk sveitakirkja. Þá er þar uppdráttur af bæjarhúsi miklu. Eru það þrjú feiknastór ris, er vita fram að hlaði, og eitt langt ris bak við, töluvert læg'ra. Er enginn vafi á þvi, að slikt bæjarhús hlyti að vera stórkostlega tignarlegt. En eins sakna eg mjög. Og það eru bæjardyrnar gömlu. Það var svo hlýlegt, að sjá þær vita út að hlaðinu, helst á lítilli burst sér. En hér sjást þær ekki, þegar sér framan á bæinn, helduv nær miðburstin lengra fram en hinar tvær, og dyrnar eru til hliðar öðru megin inn í miðburstina. Eg er hræddur um að hér hafi útlendingurinn orðið ofjarl gamla bæjarstílnum. Að minsta kosti mundi eg fjarska mikið sakna bæjardyranna út að hlaðinu. Hr. Rávad má hafa þakkir fyrir það, að hafa gert þessa fyrstu til- raun til þess að blása nýjum anda í gamla bæjarstílinn okkar, og fyrir þá hlýju til íslenskrar þjóðmenningar, sem hann lætur í ljósi með þvi. Er vonandi að það beri þann ávöxt að bráðum séu taldir dagar grinda- hjallanna á grænu túnunum, en lita megi á ný-íslensku burstirnar í hvömmunum, að eins stærri og fegurri. Eg hefi þá trú, að ekki sé annað byggingalag til, er betur eigi þar heima, og að gömlu, íslensku bæirnir geti risið upp eins og fuglinn Fönix, nýir af nálinni, þegar þjóðin er vaxin frá þeim i þeirra eldri mynd. Og þá verður hans minst, sem fyrstur reið á vaðið. M. J. AGE MEYER BENEDICTSEN: OVERBLIK OVER DET IS- LANDSKE FOLKS HISTORIE. Dansk-islandsk Samfunds Smaa- skrifter Nr. 3. 36 bls. 8vo. Kbh. 1918, Þetta er stytsta íslendingasaga, sem vér minnumst að hafa séð, og er þvi augsýnilega þeim ætluð, sem eru börn í þekkingu á þessu efni. En svo mun því nú einmitt vera farið um býsna marga Dani. Saga landsins er hér rakin frá upphafi og fram á vora daga á 36 litlum blaðsíðum, og ganga þó 3 blaðsíður úr undir myndir. En þær eru af minningarblaði Gröndals á þúsund ára afmælinu, uppdráttur íslands og tafla, er sýnir ýmsar framfarir íslands með myndum og tölum. Ritinu er skift þannig: I. Island numið (Island tages i Eje) 870—920 (á máske að vera 930). II. LýÖveldið íslenska og hrun þess (Den is- landske Fristat og dens Fald) 930—1262. III. ísland lýtur norskum og norsk-dönskum konungum (Island under norske cg norsk-danske Konger) 1264—1537- IV. íslandi stjórnað sem landi krúnunnar (Island styret som dansk Kronland) 1537—1874. V. Þroski xslands á síðustu árum (Islands nyeste Udvikling) 1874—1915. Þó að kver þetta sé eigi lengra en þetta, er þó ur.dra margt í þvi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.