Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Page 22

Eimreiðin - 01.07.1918, Page 22
150 SÝNIR ODDS BISKUPS tEimreiOin hann? — Nei, drengur minn. Sá sem stóð hjá Jóhannesi á Patmos og sagSi: skrifa þ ú, hann stendur hjá hverjum þeim, sem með hjartað fult af lotningu skoðar stjörnuhim- ininn og segir: 1 e s þ ú!“ Síðan tók biskupinn að skýra fyrir sveininum helstu megin- lærdóma stjömuspekinnar: — hvernig línur væru dregnar um alt himinhvolfið, sem skiftu því í 12 jafna reiti, sem hver héti sinu nafni, og hvernig þessum reitum væri svo aftur skift í smærri reiti; hvemig reikistjörnumar reikuðu reit úr reit og kæmust við það í allavega afstöðu við fastastjörurnar, stundum góða og hagkvæma afstöðu, stundum illa og ógn- andi; og loks hvemig menn þeir, sem fæddir væra undir þeirri stjörnu, eða fæddir þegar hún drotnaði í þessum eða hinum híminreitnum, væru kjöram hennar háðir alla æfi sína, svo að reikna mætti út forlög þeirra með gangi stjömunnar; og sama væri um heilar þjóðir, þegar þær stigu einhver mikils- verð spor, þá væru afleiðingarnar af því háðar þeirri stjörnu, sem þá í svipinn væri hin drotnandi. Hver reikistjarna svar- aði til sins líffæris í líkama mannanna; Júpíter ætti lifrina, Venus nýrun, Satúrnus miltið o. s. frv. Sólin ætti hjartað og tunglið heilann. Alheimurinn væri lifandi vera; hver lifandi vera væri ofurlítill alheimur. Þannig hefði hver stjama áhrif á skapferli og eiginleika þeirrar veru, sem undir henni væri fædd. Sá, sem fæddur væri undir Satúrnus, hinni hæstu meðal reikistjarnanna, bæri í brjósti sér þrána til hins háleita, hreina og heilaga. Sá, sem fæddur væri undir Venus, væri hneigður fyrir ástir, lífsgleði, ljóð og sönglist. — En hvað sem þessu öllu liði, þá væri stjörnuhimininn eins og alt annað á himni og jörðu i guðs hendi, svo að enginn mætti örvænta um forlög sín, þótt hann sæi þau fyrir í stjörnunum. Einungis bæri mönn- um að varast jafnan það, sem stygt gæti guð eða haft illar af- leiðingar. Á meðan biskup dró upp fyrir sveininum þessa alheims- mynd í sem fæstum dráttum, virtist hann sjálfur vera viðutan og annars hugar. Það var sem læsi hann þetta alt saman upp af bók, sem lægi opin fyrir hugaraugum hans. Sjálfur reikaði hann milli glugganna og leit út um þá til skiftis. Loks fann hann til þess, að honum var orðið kalt, og sá að sveinninn var orðinn fölur af kulda og krók-loppinn. Þá bað hann sveininn að sækja skinnfeld sinn inn í bæinn og færa sér hann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.