Eimreiðin - 01.07.1918, Page 26
154
SÝNIR ODDS BISKUPS
[EimreiOin
haröindin? Hann tók sér þau ekki nærri. Hann var betur viö
þeim búinn en flestir aðrir, og vissi sér og öllum sínum sæmi-
lega borgið. Nei, þetta var eitthvaö, sem snerti hann sjálfan
— hann og hans nánustu.
Hann kraup niður viö gráturnar, byrgSi andlit sitt og hafSi
upp fyrir munni sér bæn tollheimtumannsins: GuS, vertu
mér syndugum líknsamur!
IV.
ÞaS er ömurlegt aS vera einsamall langt inni i óbygSum,
þar sem engin mannleg vera er neinstaSar nálæg, þar sem
ekkert neySaróp getur náS mannlegu eyra, þar sem engin
mannleg hjálp er svo mikiS sem hugsanleg, hvaS mikiS sem
viS liggur. Þar er maSur staddur í ríki auSnarinnar og dauS-
ans — ríki þess, sem aldrei hefir lifaS.
En enn þá ömurlegra er aS vera einsamall í stórri kirkju
um miSja nótt, þótt mannlegar verur séu þá ekki all-fjærri.
Þar er maður í ríki dauðans, en í ríki þeirra, sem lifaö hafa,
en nú eru dánir. Þar kemur mönnum dauðinn alt ööru vísi
fyrir en inni í öræfum. Grafir framliðinna eru undir fótum
manna og umhverfis menn á allar hliöar. I húsi þessu voru
þeir kvaddir síðast. Stunur og kveinstafir þeirra, sem syrgSu
þá og söknuðu þeirra, hanga enn í loftinu — röku, köldu
og súru. Blettimir framan viö bekkina eru eftir tár, sem þar
hafa hraniS niður og þoraað upp. Veggirnir geyma enn þá
óminn af söng þeirra, sem trúSu og vonuðu, en þeir sjálfir
eru horfnir, — ef til vill komnir aS raun um þaSi, að þaS,
sem þeir trúðu og vonuðu, var tál og blekking, að þaS, sem
þeim var sagt hér í guðs nafni, og svariS meS dýrum éiöum,
var ekkert annaS en hégóma-gjálfur og hugarburður, hversu
fagurt sem þaS var, sett saman til aS hughreysta þá, eins og
börn, og fá þá til aS vera góSa, eins og börn — guSs böm.
*----Ja, hver veit hvaS þeir eru komnir aS raun um.
Og hver getur ábyrgst, aö allir þessir framliSnu liggi
kyrrir í gröfum sínum? Hver getur meS óyggjandi rökum
sagt alla þá ljúga, sem komist þykjast hafa aS því gagnstæða?
Og hvar ættu þeir heldur aS vera á ferli en einmitt hér, þar
sem líkamir þeirra eru aS leysast sundur ? Ef til vill vilja þeir