Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Síða 76

Eimreiðin - 01.07.1918, Síða 76
204 GUB ER ALSTAÐAR NALÆGUR [EimreiBin eins og eitthvað skríða upp eftir sér, ofurhægt, og því lilýnaði öllu og — náði nú laginu, því dýjamosinn var að fika við fæturna á því, og ofurlítill grasgeiri skreið upp á milli skriðanna. Og fellið varð skelfing fegið og fór að hlynna að þessu veikburða, litla, sem komið var til að kenna því lagið við yndissöng einingarinnar. „Hvað ætli að um sé að vera ofan-jarðar,“ sagði ný- vöknuð mergðin niðri í moldinni, þegar hljómar vor- hörpunnar kölluðu til þess, sem átti heima þar niðri í myrkrinu allan liðlangan veturinn. „petta er Alfaðir, sem á okkur kallar,“ sagði eðlis-ávísun þess, og það kom asi á það. Nú vildi hann láta það fara að hnýta nýjan hlekk í hina löngu festi kynslóðanna! Og upp á yfirborð jarðar agðaðist, iðaði og skreið það alt saman og tók til starfa. Alstaðar moraði lífið í ástleitni, iðjusemi og umstangi fyrir því ófædda. Og inn í söng samræmisins féll það, orðlaust og ómvana, ánægt og löghlýðið. Og ánægjubros Alföður ljómaði yfir öllu, sem á jörðu lifði, en þá segja menn, að sól skíni. Og rjúpan okkar litla lá á eggjunum sínum, eins og hinir fuglarnir, og var fjarska ánægð, en bóndinn var á vakki og hélt vörð um heimilið. í djúpum skorningi millum þúfna sat hún kyrlát og kærleiksrík og beið þess, að börnin kæmu úr eggjunum. Loks hafði hún þau öll 13 iðandi og andandi undir vængjunum útþöndum, og hafði nóg að gera að ýta þeim með nefinu inn undir sig, sem út skriðu. Og hún var ógn húsmóðurleg, og ofurlítið eins og montin yfir börnunum sínum — eins og mæðrum er títt, — cnda voru þau yndislega mjúk og fín í mögráu fötunum sinum. „Gætið þið ykkar! Gætið þið ykkar!“ kallaði heimilis- faðirinn í ákafa og hnikti höfði. „Hér kemur ein langa spíran og þetta lágfætta, loðna með, eins og vant er.“ Hún mumpaði lágt, en ákaft til barnanna, að kúra nú sem kyrrast, og sjálf hleypti hún hálsinum mjúkum og lið-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.