Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1920, Page 50

Eimreiðin - 01.05.1920, Page 50
178 BRJÓSTMYND AF JÓNI EIRÍKSSYNI [eimreiðik Framan við ævisöguna er eyrstungumynd af Jóni Ei- ríkssyni (sbr. 1. mynd), gerð af E. C. W. Eckersberg (1808—89), syni hins fræga málara C. V. Eckersbergs (1783—1853). Myndin er sem upphleypt hliðar- eða vanga- mynd og sér á vinstri hlið; hún er brjóstmynd. Jón er á þeirri mynd í venjulegum kjólbúningi þeirra tíma, með hár á bak og herðar niður, og hnýti um. Á sérstöku blaði fyrir aftan titilblaðið er gerð svofeld grein fyrir þessari 1. mynd. mynd: »Sú andlitsmynd, sem þessari æfisögu fylgir, er til— búin eftir^öðru exemplari af þeirri gypskringlu, sem getið er bls. 99, tilheyrandi dóttur Konferenzráðsins, frú Posth, því einasta að líkindum sem nú er heilt eptir. Þó hefir eyrgrafarinn einnig haft við höndina koparstungu Profi Ólavsens, og enn aðra brjóstmynd falliga litgreinda á armspaung, tilheyrandi annari dóttur þess framliðna, Frú Jessen, en tilbúna eftir gypsmyndinni af smámyndamálara Múller, sem aldrei hafði séð Jón Eyríksson í lifanda lífi«.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.