Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 30

Eimreiðin - 01.09.1920, Síða 30
286 í ÞÝSKALANDI [EIMUEIÐIN að horfa, rennilegt hvítmálað hjólaskip, með breiðum göngupöllum og bekkjum við borðstokkinn. Hlýtt er í veðri og stafalogn. Báturinn rennur meá þýsku ströndinni. Ur blómguðum lundum rísa fögur land- setur mót suðri, með svölum og turnum, trjágörðum um- hverfis, litmiklum blómbeðum og grasvöllum til leika. En niðri í fjörunni skýtur bryggjum fram i vatnið með bað- skýlum á sporðinum og hvítum kænum ruggandi vi5 festar. Hinumegin vatnsins standa lágar bygðir undir ásum og hálsum, vöxnum myrkum viði, en ofar og að baki rísa snjófgaðir tindar Alpanna í Ijósri sólmóðu, í hörkulegri ró. Eg halla mér á borðstokkinn gripinn af útsýninu til beggja handa. Eg stíg á land í Friedrichshafen, sem er snotur smá- bær, prýddur ríkulegum trjágróðri. Gullregnið drúpir, kirsuberjatréin standa í hvítum blóma. Eg geng upp í bæ- inn og drekk angan hans, mæti hvítklæddum stúlkum, dökkbærðum, svarteygum og alvarlegum. Eg geng strand- lengjuna, — gufubátar renna fyrir landi með sumarbúið fólk, fram um alt vatnið snotrir róðrarbátar. í einum þeirra sita ungar konur og syngja. Hvítfuglinn flögrar yfir ládauðu vatninu. Himininn er blár og með ljúfum vorblæ. IV. A Berlinargötum. Sumir lifa lífinu í hægindastólum og á silkisvæflum. Aðrir í stöðugu návigi við hungrið, á heitum og rykug- um strætum. Klukkan er að verða hálf-tólf og út úr frægum skemti- skála berast hóparnir út á götuna. Hvítar fjaðrir, silki- hattar, hlýir skinnkragar, rauðir blómvendir, vindlaglóð og þykkir mekkir — auði og lífsnautn bregður fyrir í ótal myndum. Undir laufríku tréi, sem stendur andspænis dyrunum, húkir gömul kona, bogin og veikluleg. Hún ber beyglaðan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.