Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 123

Eimreiðin - 01.09.1920, Blaðsíða 123
EIMREIÐINJ RITSJÁ 379 aö hér sé um örstutl ágrip að ræöa, heldur eru þetta ítarlegar æfisögur, þetta frá 30 og upp yfir 100 bls. hver, og myndir af flestum, sem um er ritað. Eru fjölmargir afþessum ágætu mönn- um svo aö segja þjóðkunnir á íslandi. Margir munu þekkja Hauge, Wergeiand, Welhaven, Óla Bull, Kjerulf, Vinje, Grieg, Björnson og Ibsen, og hafa gaman af að lesa nákvæmlega og vel sagt frá þeim, og þá er líka gaman að kynnast hinum, sem minna hafa verið áður þektir hér. Bókin kostar ób. kr. 21,60. 3. Frú H. Schönberg Erken : Stor Kokebok. Priðja útgáfa 1919. Bókin ber nafn með rentu, Því Eimreiðin er nú eins gömul og á grönum má sjá og hefir þó aldrei séð jafn stóra og vand- aða »kokkabók« og þessa. Hún er hvorki meira né minna en 704 blaðsíður í mjög stóru broti. Og hún er með myndum, er sýna, hvernig krásirnar eiga að líta út á borðum og þeim svo góðum, að vatnið kemur í munninn við að horfa á þær. Hér sýnist flest vera týnt saman, sem góðri húsmóður getur dottið í hug að gæða á, enda stendur framan á bókinni að hún leiðbeini i »Kokning, Bakning, Syltning, Vinlægning, Slagtning, Hermetik, Sykekost, Menuer, Anretning«. »Matur er manns megin« segir gamalt máltæki, og þegar þess er gætt, sem skáldið segir að »það kvað liggja vegur til hjartans gegnum magann«, þá sést hvílíkur fjársjóður það er, að eiga slíka matreiðslubók. Og hún kostar ekki meira en ein sæmileg máltíð handa fjölskyldu kostar nú í dýrtiðinni, kr. 27,60 ib. 4. Om utnyltelse av mindre vandfald heitir bók ein, ekki mjög stór (153 bls. 8vo), sem gefin hefir verið út að ráðstöfun stjórn- arinnar norsku. Ætti hún að eiga erindi hingað, þvi að hún ræðir einmitt efni, sem nú er mjög ofarlega á dagskrá hér á landi. Og það er víst, að bókin er mjög vönduð. Þó að hún sé ekki stór, er hún samt skrifuð af þremur »fagmönnum«, og það, að stjórnin gengst fyrir útgáfu hennar, er bæði trygging fyrir áreiðanleik hennar og sönnun þess, að hún má að gagni verða, því að Norðmenn eru búnir að fá mikla reynslu í þessu efni og eru hættir fálminu. Myndir og uppdrættir eru í bókinni öllu til skýringar. Bókin er algerlega sniðin eftir þörfum þeirra, sem eru ólærðir sjálfir í þessum fræðum, og engum greindum tnanni er ofraun að hafa gagn af henni. Verð hennar er að eins kr. 3,60, og er það varla helmingur sannvirðis. Loks skal minnast hér á stærstu bókina, sem er: 5. Aschehougs Konversations Leksikon, I. bindi. A— Blinde plet. Hér býðst ágætt tækifæri fyrir þá, sem eignast vilja verulega vandaða alfræði orðabók, en hafa ekki efni á að kaupa eða pláss í skápnum fyrir hið mikla Salómonsens leksikon. Petta »kon- versations leksikon« verður 9 bindi og koma út 2 á ári. Bókin er i mjög stóru broti og hver blaðsíða tvídálkuð, og eru dálkarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.