Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1921, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.09.1921, Blaðsíða 47
EIMREIÐIN'I Matthias Jochumsson. Minningarræða flutt í íslendingafélaginu í Khöfn 21. mars 1921. Matthías Jochumsson hefir í senn ort mest og þýtt mest allra íslenskra skálda, hann hefir yfirleitt ritað mest á ís- lenska tungu allra þeirra sem land vort hefir borið. Að vísu skal engan rithöfund lofa fyrir það eitt, hve mikil verk hans eru að vöxtum. En ef vér skiljum þau kjör sem síra Matthias átti við að búa, þá er það ljóst að svo miklu lífsverki er hrundið fram af undarlega sterkri og heitri ástríðu til andlegrar starfsemi. Eg á ekki við það eitt að hann varð að fleyta fram lífinu með því að vinna prestsverk og stunda búskap í mögru landi, þar sem síst drýpur smjör af hverju strái, að honum voru aldrei goldin ritlaun sem að neinu haldi gætu komið og að hann var orðinn gamall maður þegar landið tók að styrkja hann. Það var ýmislegt annað sem hlýtur að hafa lagst eins og helfrost um þá glóð sem brann í sál hans, eins og þungur fjötur um andlegan metnað hans. Hann er kornungur þegar hann vaknar til vitundar um gáfu sína og yrkir fyrstu kvæði sín, en bókaútgáfa var litil í landinu og kvæðasafn hans er fyrst prentað þegar hann er fimtugur, öðru sinni þegar hann er sjötugur. Hann semur fyrsta sjónleik sinn 25 ára að aldri, og þrátt fyrir lýti og óþroska þessa æskuverks sýnir það mikla og fjölhæfa dramatiska gáfu. En það var ekkert leikhús til í landinu fyr en á elliárum hans, þjóð hans gat ekki veitt þessari gáfu hans viðtöku og hún náði aldrei þeim þroska sem hún átti skilið að geta náð. Hann ræðst í að þýða ýms höfuðverk hinna stærstu skálda sem lifað hafa, en það voru ekki til með þjóð hans nógu margir, sem gætu metið þessi verk, til þess að útgáfa þeirra gæti svarað kostnaði. Sum þeirra miskunnaði Bókmentafélagið sig yfir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.