Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1921, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.09.1921, Blaðsíða 56
312 RÓMANTÍK [EIMREIÐIN sú, að láta blátt áfram eins, og veruleikinn væri alls ekki til, fara algerlega með hann eftir geðþótta og snúa öllu við í honum eftir dutlungum sjálfs sín. í Lucinde hafði hann þegar af ásettu ráði forðazt alla röð og reglu og leitazt við að framleiða »reizende Venvirrung« (töfrandi ringulreið), og smátt og smátt varð Goethe að eins stig á leiðinni upp að hinni hæstu kímni, en Tieck taldi Schle- gel mestan, einkum í æfintýraleikritum hans, sem leika sér með veruleikann og hafa endaskipti á öllum venjuleg- um hugmyndum. »Geðþóttinn er hið eina lögmál skáldsins«, kendi Fr. Schlegel, og þessu boði var hlýtt af fúsum vilja; alt sem manni gat í hug dottið, hver smásál kom fram og lét á sér bera með vaxandi ófeilni; heilaspuninn óx bæði í skáldskap og málaralist, svo að úr varð eintóm vitleysa. Goethe segir t. d. frá því, að á Berlínarsýninguna hafi verið send mjmd, sem málarinn lýsti sjálfur á þessa leið: Mannsmynd í fullri stærð með grænt hörund; höfuðið er höggvið af, og úr hálsinum stendur blóðbogi; hægri hand- leggurinn er útréttur, og höndin heldur í hárið á höfðinu; höfuðið er upp ljómað að innan og er eins og Ijósker, sem varpar birtu á myndina«. Það er kenning Fichtes, meira og minna rétt skiiin, sem er grundvöllurinn að hinu rómantíska gerrœði, er lælur ímyndunaraflið eða einberan geðþótta rázka með veru- leikann, en náttúrulignunin rómantíska á rót sína að rekja til hugardrauma Schellings; — algyðistrúin hefir á öllum tímum verið trú skáldanna. Átjánda öldin hafði, eins og kunnugt er, litið á náttúr- una sem ágætlega smíðaða vél, og náttúrugleði aldarinnar hafði alt fram að Rousseau, og hjá flestum rithöfundum jafnvel löngu eftir hans daga, aðallega borið þann nytja- blæ, sem var á siðaheimspeki aldarinnar: Menn dáðust að ökrunum, hinum frjósömu sléttum; sá hluti náttúr- unnar var talinn fagur, sem var mönnum til gagns, en gróðurlaus fjöll og hrikaleg héruð voru talin Ijót. Rómantíkin þráði að finna andardrátt heimssálarinnar í öllum fyrirbrigðum tilverunnar, og fyrir henni opn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.