Umferð - 01.02.1958, Síða 4

Umferð - 01.02.1958, Síða 4
4 UMFERÐ að lögtök séu gerð í bifreiðum til tryggingar útsvörum og þinggjöldum. Slíkum lögtökum er yf irleitt ekki þing- lýst. Veðbókarvottorð segir því ekki ætíð sannleikann. Maður skyldi því gæta þess vel, að hann kaupi ekki köttinn i sekknum. Af þessu er einnig Ijóst, að veð í bifreið er oft harla lít- ils virði. Það skykii sá hafa í huga, er hyggst að selja bifreið og lána svo og svo mikið af söluverði hennar með veðtryggingu í henni. Áður hefur verið bent á það, að lögtak og fjár- nám til tryggingar opinberum gjöld- um getur gengið fyrir slíku veði. Síð- ar gæti svo skapazt haldsréttur í bif- reiðinni fyrir viðgerðarkostnaði á henni, og gengur hann þá einnig fyrir veðinu. Þannig getur slíkur veðréttur, þótt öruggur kunni að virðast í fyrstu, orðið einskis virði. Rétt er jafnan að gera upp bifreiða- skatt og vátryggingariðgjö.d af bif- reið, miðað við afsalsdag. Bifreiða- skatturinn miðast við almanasksárið og er greiddur eftir á. Gjalddagi hans er 2. jan. ár hvert, en venjulega er ALCOTEST Það getur stundum verið erfitt fyrir lögregluþjón að ákveða, án allra hjálp- argagna, hvort ökumaður sé undir verulegum áfengisáhrifum, eða svo litlum, að löggjafinn telji ekki sak- næmt. Er þá gott að hafa þetta litla og þægilega áhald hjá sér, sem sést hér á myndinni. 1 áhaldinu eru nokkur lítil, gul korn, og sé alkóhólið í „anda“ þess, sem í það blæs yfir vissu marki, breyta kornin lit og verða blágræn, hann þó ekki innheimtur fyrr en við árlega aðalskoðun bifreiða. Vátrygg- ingariðgjaldið er hinsvegar greitt fyr- irfram, og er gjalddagi þess hinn 1. maí ár hvert. Kaupandi og seljandi eru samábyrgir fyrir bifreiðaskattin- um, þótt venjulega sé gengið að þeim, sem er eigandi bifreiðarinnar, þegar skatturinn er innheimtur. Kaupanda og seljanda ber báðum að tilkynna um eigandaskipti bifreiðar. Tilkynningu þessa ber að afhenda við- komandi lögreglustjóra (í Reykjavík Bifreiðaeftirliti ríkisins). Fyrir til- kynningu þessa ber þeim að greiða kr. 200,00 og eru þeir samábyrgir fyrir gjaldinu. Ef bifreiðin er seld I annað lögsagnarumdæmi, ber að tilkynna það lögregiustjórunum í báðum lögsagnar- umdæmunum og umskrá bifreiðina. Sama gildir og, ef maður flytur sig með bifreið milli lögsagnarumdæma. Þó þarf ekki að umskrá hana, ef um flutning er að ræða í 6 mánuði eða skemmri tíma. Sektir liggja við, ef vanrækt er tilkynning um eigenda- skipti og umskráning bifreiðar. Vegna Maðurinn, sem myndin sýnir vera að blása í áhaldið, er samt engin öku- bytta enda breyta kornin ekki lit hjá honum. Hann heitir Halvard Komme- dal og er lögregluþjónn í Stavanger. Maðurinn, sem horfir brosandi á hann, er Alf Eklund stéttarbróðir hans. Áhald þetta er svo lítið og ódýrt, að hægt ætti að vera að láta alla götu- og umferðarlögregluþjóna hafa það á sér. tíðrar vanrækslu á þessum skyldum má nú búast við að sektum, vegna slikrar vanrækslu, verði framvegis beitt stranglega, enda þótt þeim hafi lítt verið beitt fram til þessa. Van- ræksla á tilkynningarskyldu getur einnig haft í för með sér önnur óþæg- indi og jafnvel alvarlegar afleiðingar, því að samkv. bifreiðalögunum er eig- andi bifreiðar ábyrgur og skaðabóta- skyldur fyrir bifreiðina. Sá, sem er skrásettur eigandi bifreiðar getur því orðið fyrir ýmiskonar óþægindum og jafnvel tjóni vegna bifreiðar, er hann hefur selt, en vanrækt að tilkynna um sö.lu á. Einkum er nú hætt við þessu, eftir, að hin alræmdu „opnu afsöl“ komust í tízku. Veit ég mörg dæmi þess að menn, er af gáleysi eða hrekk- leysi, hafa selt bifreiðar „á opnum af- sölum“ hafa enga grein getað gert fyrir því, hverjir hafi orðið eða séu nú eigendur bifreiða, er þeir eru sjálf- ir skráðir eigendur að í bifreiðaskrá. Og dæmi er til um það, að maður, er selt hafði bifreið, en var skráður eigandi hennar í bifreiðaskrá, var dæmdur til að greiða skaðabætur vegna bifreiðarinnar. Það verður því aldrei nógsamlega brýnt fyrir mönn- um að vanrækja ekki þessa tilkynn- ingarskyldu. Á síðari árum hefur sprottið upp hér í Reykjavík allfjölmenn stétt „bifreiða- sala“. Þessir „bifreiðasalar" hafa enga löggildingu til starfa sinna, enda henn- ar ekki krafizt af hálfu hins opinbera. Hinn sjálftekni titill þeirra er því eng- in opinber trygging fyrir kunnáttu þeirra né heiðarleik í þessu starfi, eins og margir virðast þó halda. Fjarri sé það mér, að drótta hér að þessari nýju stétt vankunnáttu eða óheiðar- leik í starfi, en bílasala er nú orðin svo umfangsmikil verzlun hér í bæ, að vissulega virðist nú kominn tími til að krefjast löggildingar til slikra starfa, engu síður en löggildingar er krafizt til fasteignasölu. Ég vona, að þessar ábendingar min- ar geti opnað á mörgum augun fyrir þvi, að það verður jafnan öruggast að rasa ekki um ráð fram við kaup og sölu bifreiða. Ég þekki menn, sem orðið hefur hált á þessu svelli, og því hef ég hripað upp þetta greinarkorn. Mér er ljóst, að það er ófullkomið, en ég vona þó að það geti orðið sem flestum þörf leiðbeining.

x

Umferð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.